Skoðun

Ekkert bólar á hunda­gerði í Kópa­vogi!

Ég á ekki orð og ég held að hundaeigendur í Kópavogi séu orðnir langþreyttir á að bíða eftir því að hundaleikvöllur verði að veruleika í bænum.

Það er göfugt markmið að vilja hlusta á bæjarbúa og taka tillit þess sem þeir hafa til málanna að leggja, en nú eru komin 6 ár frá því ég hóf máls á byggingu hundaleiksvallar í bænum. Það var 17. janúar 2012 sem tillaga var sett fram í skipulagsnefnd að mínu frumkvæði. Það leið og beið og 27. ágúst 2013 lagði skipulagsnefnd það til við bæjarráð að gert yrði hundagerði (hundaleikvöllur) við Álalind. Ekkert gerðist og hinn 30. janúar 2014 sat undirrituð bæjarráðsfund og lagði þá fram bókun þar sem hvatt var til þess að skipulagsnefnd samþykkti tillögu um hundaleikvöll í Kópavogi. 

Í september 2014 gekk bæjarstjóri svo í að gefa jákvæða umsögn um þetta mikilvæga mál fyrir alla hundaeigendur bæjarins. Var umhverfissviði falið að merkja og afmarka svæði við Vatnsendahvarf sem hundasvæði.  Áætlaður kostnaður við slíkt yrði um 100 þúsund krónur. Bæjarráð vísaði svo málinu til umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu. Nú eru sem sé 3 ár og um 8 mánuðir síðan og hvar er svo hundaleikvöllurinn? Hann er ekki enn þá orðinn að veruleika!

Hundaeigendur í Kópavogi eru fjölmargir og eru hissa og sárir yfir því að það taki svona langan tíma að hrinda einföldu og kostnaðarlitlu verkefni í framkvæmd. Eins og margir þekkja þá hafa oft komið upp leiðinleg mál vegna lausagöngu hunda, en samkvæmt reglum eiga hundar ekki að ganga lausir í þéttbýli. Flestir virða þessar reglur. Ég hef lengi barist fyrir opnun hundagerða, en sjálf hef ég misst hund sem varð fyrir árás tveggja lausra hunda. Ég held áfram að berjast fyrir leikvöllum fyrir hunda og Miðflokkurinn í Kópavogi er eina framboðið í bænum sem setur Hundaleikvöll á stefnuskrána. Við þurfum ykkar stuðning vegna þessa mikilvæga máls, mætið því á kjörstað og setjið X við M.

Takk fyrir það!

Una María Óskarsdóttir varaþingmaður skipar 4. sæti framboðslista Miðflokksins í Kópavogi

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bakþankar

Meiri hvalveiðar
Óttar Guðmundsson

Skoðun

Tignarmenn og skríll
Sif Sigmarsdóttir

Skoðun

Klúður á Þingvöllum
Kolbrún Bergþórsdóttir

Auglýsing

Nýjast

Enginn við stýrið
Hörður Ægisson

Takk fyrir lexíurnar
Þórlindur Kjartansson

Ófögnuður
Þórarinn Þórarinsson

Lungu borgarinnar
Hildur Björnsdóttir

Pólitísk slag­síða í kennslu­stofunni
Davíð Snær Jónsson

Vistarbönd eða vinarþel?
Þórarinn Ævarsson

Auglýsing