Kæru vinir, ég er með Co­vid-19. Ég greindist í gær. Þetta er níundi dagur í veikindum. Ég er mun betri í dag en í gær og ég er á­kveðin í að síðasta brekkan sé búin.

Það sem er búið að koma mér á ó­vart:

Hvað Co­vid 19 er alls­konar.

Mig grunaði ekki að ég væri með Co­vid 19 fyrr en á sjötta degi. Fannst ég ekki vera með Co­vid ein­kenni. Er aldrei búin að fá hita eða bein­verki og af­þakkaði tíma hjá heimilis­lækninum mínum því ég vildi létta á kerfinu.

Hvað Co­vid 19 hefur farið mikið í meltinguna. Var með hósta, háls­bólgu og væg flensu­ein­kenni í fjóra daga, var sem betur fer í sótt­kví frá fyrsta degi með Kríu því hún var í sótt­kví vegna smits í skólanum, stál­slegin á fimmta degi og svo bak­slag á sjötta degi með þriggja daga sí­versnandi flensu­ein­kennum, augn­kvef, bragð­skynið fór, ó­gleði, niður­gangur og versti dagurinn í gær með ó­gleði, upp­köstum og þrýstingi á höfuð og birtu­fælni sem ég tengi við augn­kvefið.

Hvað Co­vid er bráð­smitandi. Tveir metrarnir eru nokkuð auð­veldir í fram­kvæmd. Svo er það allt hitt, ís­skápurinn, kaffi­vélin, stól­bökin, hurðar­húnarnir, bensín­dælurnar, posarnir. Hún er klók þessi veira og vill meira og meira.

Hún er klók þessi veira og vill meira og meira.

Hvað Co­vid 19 hefur farið mikið í meltinguna. Var með hósta, háls­bólgu og væg flensu­ein­kenni í fjóra daga, var sem betur fer í sótt­kví frá fyrsta degi með Kríu því hún var í sótt­kví vegna smits í skólanum, stál­slegin á fimmta degi og svo bak­slag á sjötta degi með þriggja daga sí­versnandi flensu­ein­kennum, augn­kvef, bragð­skynið fór, ó­gleði, niður­gangur og versti dagurinn í gær með ó­gleði, upp­köstum og þrýstingi á höfuð og birtu­fælni sem ég tengi við augn­kvefið.

Hvað Co­vid er bráð­smitandi. Tveir metrarnir eru nokkuð auð­veldir í fram­kvæmd. Svo er það allt hitt, ís­skápurinn, kaffi­vélin, stól­bökin, hurðar­húnarnir, bensín­dælurnar, posarnir. Hún er klók þessi veira og vill meira og meira.

Það sem hefur ekki komið mér á ó­vart:

Hvað heil­brigðis­kerfið mitt tók mig sterkt í fangið og hvað það skipti mig miklu máli. Heimilis­læknirinn minn er búinn að vera vakinn og sofinn yfir mér, í gær fékk ég 6 sím­töl frá rakningar­teyminu, heimilis­lækninum mínum og læknum á LSH, ég var kölluð inn á göngu­deild í gær­kvöldi þar sem ég fór í gegnum blóð­prufur og mælingar og mér var gefinn vökvi í æð. Í dag hafa svo bæði heimilis­læknirinn minn og læknir frá LSH hringt í mig til að kanna stöðuna. Svo ó­endan­lega þakk­lát. Við þurfum að halda vel utan um allt þetta góða fólk okkar. Ekki bara núna.

Hvað allt verður verra augna­blikin sem óttinn tekur að daðra við hugann og spila á létta til­finninga­strengi. Þá er gott að vita að hverful­leikinn er náttúru­lög­mál og óttinn þarf að víkja fyrir öðrum til­finningum sem vilja komast að. Augna­blikin þau líða öll hjá. Núna er ég að hanga með minni innri ró. Við fílum það báðar.

Sögur hjálpa

Ég var efins um að segja frá þessu öllu hér en ég trúi á sögur sem hjálpa okkur að skilja. Ég held að þegar við þekkjum ein­hvern sem býr að til­tekinni reynslu þá finnst okkur sá veru­leiki nær okkur. Og það getur haft á­hrif á að við verðum meira með vakandi vitund. Því án gríns; þá er þetta ekkert grín. Förum með lagni í gegnum þennan skafl elsku vinir, við kunnum það svo vel.