Í þjóð­sögum er sagt frá úti­legu­manni, sem Grímur hét og hafðist við hjá vötnum þeim, er síðan eru við hann kennd og kölluð Gríms­vötn. Sagan segir að Grímur hafi orðið sekur vegna víga­ferla og orðið að fara huldu höfði, en kona nokkur for­spá vísaði honum að vötnunum og taldi að hann gæti lifað þar á veiði­skap. Grímur fór sem honum var ráð­lagt til vatnanna og gerði sér þar lauf­skála úr skógi er þar var nógur og tók að veiða í vötnunum. En risi nokkur bjó á­samt dóttur sinni í helli eigi all­skammt þaðan og stal hann veiði frá Grími. Lauk þessu svo að Grímur drap risann og tók saman við dóttur hans.

Merki­legustu eld­fjöllin

Gríms­vötn með Gjálp eru talin í áttunda sæti yfir merki­legustu eld­fjöll allra tíma, sam­kvæmt lista Discovery Channel.

Úr­komu­svæði Gríms­vatna og Gjálpar er um 200 fer­kíló­metrar. Bráðið vatn frá yfir­borði og bráð undir jöklinum vegna jarð­hita safnast í vötnin og vatns­borð hækkar jafnt og þétt, þar til jökul­ísinn fyrir framan flýtur upp með jökul­hlaupi í kjöl­farið. Og þarna er um veru­legt vatns­magn að ræða.

Ó­venju­legasta virkjun í heimi

Það er hægt að byggja Gríms­vatna­virkjun. Göng inn undir jökulinn, göng gegnum bergið að vötnunum og loku­virki þar. Þúsund sinnum hefur verið opnað fyrir vatns­rennsli undir stöðu­vötnum og hægt að gera það í þúsundasta og fyrsta skipti. Tækni­lega er þetta reiknings­dæmi fyrir arki­tekta, jarð­fræðinga og verk­fræðinga, hvernig verða mann­virkin og hvað kosta þau?

Síðan yrði unnin orka úr jöfnu streymi miðað við vatns­hæð t.d. ná­lægt 1375 m.y.s. Stöðug orku­fram­leiðsla og engin hlaup síðan. Ef eitt­hvað kemur upp á í vötnunum yrði virkjunin stöðvuð, lokan í göngunum felld. Síðar þegar um hægist sett í gang aftur. Þetta yrði ein ó­venju­legasta virkjun í heimi.