Skoðun

Despacito á Íslandi

Mikið hefur verið talað um fjórðu iðnbyltinguna síðustu misseri en hún byggir nær alfarið á fjarskiptakerfum og reiknigetu. Það þarf mikla orku til að reka tölvur og talið er að um 7 prósent af heimsframleiðslu rafmagns hafi farið á síðasta ári til gagnavera. Hófsamar spár gera ráð fyrir þreföldun gagnavera á næstu fimm árum og því mun sá iðnaður verða sá raforkufrekasti í heiminum þegar fram líða stundir.

Rafmagnsframleiðsla á Íslandi er einstök, algerlega endurnýjanleg, en hún er að mestu í gegnum vatnsorku og að hluta í gegnum jarðvarma. Í heiminum eru kol langstærsti orkugjafi rafmagns og ásamt gasi stendur það fyrir tæplega 2/3 hlutum framleiðslunnar. Kjarnorka kemur þar næst með um 13 prósent framleiðslunnar en endurnýjanlegir orkugjafar eru svipaðir að umfangi.

Þegar einstaklingur ákveður að leita, með hjálp Google, að laginu Despacito fara 6-8 gagnaver í gang víðs vegar um heiminn, sem skila leitarniðurstöðu á broti úr sekúndu. Ef viðkomandi ákveður að horfa síðan á myndbandið á YouTube þá bætist ein spilun við þá tæpu 5 milljarða sem myndbandið hefur fengið.

Kolefnisfótspor lagsins Despacito er gríðarlegt og jafnast á við akstur 150 þúsund leigubíla á einu ári. Til samanburðar eru 15 þúsund gulir leigubílar inni á Manhattan.

Ísland er í einstakri stöðu til að hýsa gagnaver. Við eigum endurnýjanlega orku auk þess sem lega landsins á milli heimsálfa og meðalhiti yfir árið, sem er sá sami og ísskápurinn heima hjá mér er stilltur á, gera það að verkum að vandfundinn er betri staður. Hér er tækifæri sem uppfyllir allar kröfur, hagrænar, umhverfislegar og samfélagslegar. Við og heimurinn eigum að grípa það.

Höfundur er hagfræðingur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Skoðun

Áfram á sömu braut
Jón Atli Benediktsson

Fastir pennar

Fögnuður og stóísk ró
Kolbrún Bergþórsdóttir

Skoðun

Sagan um smáblómið eilífa
Guðmundur Steingrímsson

Auglýsing

Nýjast

Sykurspeni fótboltans
Lára G. Sigurðardóttir

Áfram Ísland!
Sirrý Hallgrímsdóttir

Einstakt afrek
Kristín Þorsteinsdóttir

Komið fagnandi, fiskibollur
Sif Sigmarsdóttir

Ný byggðaáætlun
Sigurður Ingi Jóhannsson

Lokahnykkurinn
Hörður Ægisson

Auglýsing