Þetta átti ekki að vera hægt. Megin­vextir Seðla­bankans eru nú að­eins eitt prósent – þeir voru 4,5 prósent fyrir rétt rúm­lega einu ári – og Ís­land er komið á svipaðar slóðir lág­vaxta­um­hverfis eins og þekkst hefur í okkar helstu ná­granna­löndum um nokkurt skeið. Þetta eru ný­mæli en sögu­lega séð hefur okkur reynst erfitt að beita vaxta­tækinu til að örva eftir­spurn í efna­hags­þrengingum án þess að óttast hið þekkta stef gengis­veikingar og í kjöl­farið aukna verð­bólgu.

Nú er öldin önnur. Á­stæðurnar eru flestum vel kunnar. Á að­eins ör­fáum árum breyttist Ís­land frá því að vera jafnan með við­varandi við­skipta­halla í fjár­magns­út­flytjanda, byggði upp stóran gjald­eyris­forða á meiri hraða en dæmi eru um hjá nokkru öðru ríki, skuldir ríkis­sjóðs lækkuðu ört og urðu að­eins 30 prósent af lands­fram­leiðslu, þjóð­hags­legur sparnaður er í hæstu hæðum og eigna­staða þjóðar­búsins við út­lönd er já­kvæð um 700 milljarða. Á þessum sterka grunni, sem varð einkum til vegna upp­gangs ferða­þjónustunnar og stöðug­leika­skil­yrða sem kröfu­hafar gömlu bankanna gengust undir, erum við í ein­stakri stöðu til að fást við þær efna­hags­legu ham­farir sem hafa hlotist af sótt­varna­að­gerðum stjórn­valda.

Erfitt er að of­meta þær miklu kjara­bætur sem felast í lægri vöxtum fyrir megin­þorra heimila. Í stað þess að reyna að sækja launa­hækkanir hjá at­vinnu­rek­endum, sem engin inn­stæða er al­mennt fyrir og mun að­eins auka enn frekar á at­vinnu­leysið, ættum við því fremur að horfa til þeirra auknu ráð­stöfunar­tekna sem al­menningur er nú að njóta – og kunna að verða enn meiri – á grund­velli lækkandi vaxta. Breyti­legir ó­verð­tryggðir vextir bankanna eru nú um 3,5 prósent og hafa lækkað um lið­lega helming frá árinu 2015. Fyrir venju­legt ís­lenskt heimili, sem er kannski með 30 milljóna í­búða­­lán, þýðir það um 80 þúsund króna lægri greiðslu­byrði á mánuði en áður.

Slíkt af­nám verð­tryggingarinnar, sem mun þá gerast af sjálfu sér en ekki með beinni í­hlutun stjórn­valda, mun hafa þau á­hrif að bæta miðlun peninga­stefnunnar.

Geta bankarnir gengið lengra svo vaxta­lækkanir Seðla­bankans skili sér enn betur til heimila – og fyrir­tækja – en hingað til? Það veltur á ýmsu. Rekstur bankanna ein­kennist nú af út­lána­töpum og erfiðum markaðs­að­stæðum og því ljóst að ef þeir kjósa að ganga á vaxta­muninn mun það bitna veru­lega á arð­semi þeirra sem var ekki burðug fyrir. Seðla­bankinn gæti liðkað þar fyrir með því að opna fyrir greiðari lausa­fjár­fyrir­greiðslu, meðal annars með því að heimila endur­hverf lána­við­skipti til nokkurra ára gegn tryggum veðum, þannig að bankarnir geti miðlað á­fram því gríðar­mikla fjár­magni sem þeir sitja nú á til heimila og fyrir­tækja á enn lægri vöxtum. Það ætti aftur að styðja veru­lega við við­spyrnu efna­hags­lífsins.

Er tíma­bil lágra vaxta komið til að vera? Það er að stórum hluta undir okkur sjálfum komið, ekki hvað síst þróun mála á vinnu­markaði. Haldist verð­bólga undir mark­miði Seðla­bankans, eins og allar for­sendur eru fyrir hendi til, og vextir verða lágir þá munu heimili landsins halda á­fram að færa sig úr verð­tryggðum í­búða­lánum í ó­verð­tryggð – nær öll ný í­búða­lán bankanna síðustu misseri eru ó­verð­tryggð – sam­hliða því að sá lána­kostur verður hvað hag­stæðastur. Slíkt af­nám verð­tryggingarinnar, sem mun þá gerast af sjálfu sér en ekki með beinni í­hlutun stjórn­valda, er af hinu góða og mun hafa þau á­hrif að bæta miðlun peninga­stefnunnar. Við stöndum frammi fyrir sjald­séðu dauða­færi.