Vel­ferð­ar­yf­ir­völd send­u frá sér yf­ir­lýs­ing­u um dag­inn þar sem þau full­yrt­u að borg­in stæð­i sig ó­að­finn­an­leg­a í þjón­ust­u sinn­i við fatl­að fólk á sama tíma og hún tap­að­i máli í hér­aðs­dóm­i vegn­a rol­u­gangs við þjón­ust­u fatl­aðr­a!

Eru borg­ar­yf­ir­völd vís­vit­and­i að slá ryki í augu okk­ar eða er sá sem samd­i yf­ir­lýs­ing­un­a ný­byrj­að­ur í vinn­unn­i og veit ekki bet­ur?

Raun­in er sú að yf­ir­völd stand­a sig skamm­ar­leg­a í þjón­ust­u við fatl­að­a og hafa nán­ast gert upp á bak í bú­set­u­mál­um þeirr­a. Þess­u til stað­fest­ing­ar má vísa í úr­skurð­i dóm­stól­a og úr­skurð­ar­nefnd­ar vel­ferð­ar­mál­a auk ótal hryll­ings­frá­sagn­a fatl­aðs fólks og að­stand­end­a þeirr­a.

Þeg­ar borg­in hreyk­ir sér af því að svo og svo marg­ir hafi kom­ist í bú­set­u­úr­ræð­i hjá borg­inn­i, hljóm­ar það eins og for­eldr­i sem hreyk­ir sér af því að vera gott for­eldr­i af því það van­ræk­i ekki öll börn­in sín, bara sum.

Borg­ar­meir­i­hlut­inn svífst einsk­is í við­leitn­i sinn­i til að blekkj­a okk­ur. Nýj­ast­a út­spil­ið var að skell­a skuld­inn­i á LSH en þar á bæ virð­ast vera „bóf­ar“ sem bend­a fólk­i af lands­byggð­inn­i á að flytj­a til Reykj­a­vík­ur til að fá þjón­ust­u. Það kem­ur ekki á ó­vart að borg­in skilj­i ekki gild­is­mat þeirr­a sem setj­a vel­ferð fólks ofar öðru og veit­i leið­bein­ing­ar eft­ir best­u getu. Borg­in er nefn­i­leg­a ekki ör­lát á leið­bein­ing­ar fyr­ir fatl­að­a og það eru fjöl­mörg dæmi þess að fólk fær ekki upp­lýs­ing­ar um þá þjón­ust­u sem það á rétt á og þarfn­ast.

Af­sak­an­ir borg­ar­inn­ar fyr­ir van­ræksl­u sinn­i eru marg­ar og marg­vís­leg­ar en eiga það sam­merkt að þær hald­a ekki vatn­i.

Þeg­ar barn fæð­ist með lík­am­leg eða vits­mun­a­leg frá­vik eru tals­verð­ar lík­ur á því að það muni þurf­a á að­stoð að hald­a allt sitt líf. Um fimm ára ald­ur er orð­ið nokk­uð ljóst hver þjón­ust­u­þörf barns­ins verð­ur og hvort það muni þurf­a á bú­set­u­úr­ræð­i og þjón­ust­u borg­ar­inn­ar að hald­a. Borg­in hef­ur því næg­an tíma til að und­ir­bú­a mót­tök­u þess við 18 ára ald­ur eins og henn­i ber.

Borg­in er þó al­ger­leg­a ó­und­ir­bú­in en það er vegn­a þess, að sögn borg­ar­inn­ar, að fjöld­i fatl­aðr­a barn­a sem fæð­ast á Ís­land­i er ekki end­i­leg­a sá sami og á­tján árum síð­ar. Sum þess­ar­a barn­a gætu hafa flutt í ann­að bæj­ar­fé­lag eða til út­land­a eða jafn­vel dáið. Þá stæð­i borg­in uppi með of marg­ar í­búð­ir fyr­ir fatl­að­a! Þess­i rök eru varl­a svar­a­verð. Guð forð­i okk­ur frá of­fram­boð­i á þjón­ust­u­í­búð­um fyr­ir fatl­að fólk! Aðrar á­lík­a rök­leys­ur og rétt­læt­ing­ar fyr­ir úr­ræð­a­leys­i borg­ar­inn­ar eru skort­ur á fjár­magn­i og skort­ur á verk­tök­um til að byggj­a fyr­ir fatl­að fólk. Það ligg­ur við að ég finn­i til með fólk­in­u sem þarf að finn­a upp á svon­a vit­leys­u fyr­ir hönd borg­ar­inn­ar. Kannsk­i held­ur borg­in að við sem berj­umst fyr­ir rétt­ind­um fatl­aðs fólks, séum öll greind­ar­skert og þess vegn­a hægt að bjóð­a okk­ur upp á hvað sem er.

Við vit­um hve­nær ver­ið er að reyn­a þagg­a nið­ur í okk­ur og kúga okk­ur til und­ir­gefn­i. Það ger­ir borg­in með því að reyn­a að fá okk­ur til að finn­ast við vera til­ætl­un­ar­söm, frek og ó­sann­gjörn. Til að gera okk­ur tor­trygg­i­leg og van­þakk­lát þeg­ar við kvört­um, bend­ir borg­in á þjón­ust­u eins og lið­veisl­u, stuðn­ings­fjöl­skyld­ur og skamm­tím­a­vist­un sem við eig­um að vera þakk­lát fyr­ir. Eftir 18 ára ald­ur eiga þess­i úr­ræð­i að vera tím­a­bund­in með­an beð­ið er eft­ir hús­næð­i en geta var­að árum sam­an og það eru ekki boð­legt fyr­ir full­orð­ið fólk. Þett­a eru ekk­ert ann­að en skít­ar­edd­ing­ar og ekki til að hreykj­a sér af.

Við 18 ára ald­ur ber fólk á­byrgð á sjálf­u sér og á­byrgð for­eldr­a eða ann­arr­a for­ráð­a­mann­a renn­ur út. Borg­in tek­ur við á­byrgð á því fólk­i sem fötl­un­ar sinn­ar vegn­a get­ur ekki séð um sig á sama hátt og ó­fatl­að­ir.

Ég vild­i óska að borg­ar­yf­ir­völd­um væri ekki, af­sak­ið orð­bragð­ið, drull­u­sam­a um fatl­að fólk og sæju sóma sinn í að axla á­byrgð sína og veit­a þá þjón­ust­u sem þeim ber sam­kvæmt lög­um í stað þess að klór­a yfir á­hug­a­leys­i sitt og van­ræksl­u með lyg­a­þvæl­u og þvaðr­i.

Ég veit að ég tala fyr­ir munn margr­a sem eru lang­þreytt­ir á ó­hóf­legr­i bið eft­ir þjón­ust­u og hafa feng­ið sig full­sadd­a af froð­u­snakk­i og inn­i­halds­laus­um lof­orð­um.

Hug­ur minn er hjá þeim sem eru að gang­a sín fyrst­u skref með fötl­uð­u barn­i sínu. Á­lag­ið við að eign­ast og ann­ast fatl­að barn er gríð­ar­legt og ekki á það bæt­and­i. Það er ein­læg von mín að næst­a kyn­slóð muni ekki þurf­a að gang­a sömu þraut­a­göng­u og við sem eldri erum.