Fá­tækt er ekki náttúru­lög­mál heldur pólitísk á­kvörðun. Þannig er það pólitísk á­kvörðun að 6.000 börn búi við fá­tækt á Ís­landi. Sam­fylkingin hefur sýnt að þar sem hún stjórnar beitir hún sér sér­stak­lega í þágu barna og barna­fjöl­skyldna og það höfum við líka á stefnu­skránni á komandi kjör­tíma­bili við stjórn landsins.

Best fyrir börnin

Það hefur verið sér­stakt metnaðar­mál meiri­hlutans í Reykja­vík undir for­ystu Sam­fylkingarinnar að bæta vinnu­um­hverfi barna og starfs­fólks í leik- og grunn­skólum og frí­stunda­starfi með auknu fjár­magni í fag­legt starf og undir­búning, fjölgun fag­fólks, fækkun barna í hverju rými o.fl. Til við­bótar eru leik­skóla­gjöld í Reykja­vík með því lægsta sem þekkist hér á landi.

Bylting er að verða í leik­skóla­úr­ræðum í Reykja­vík til hags­bóta fyrir ung­barna­fjöl­skyldur þar sem búið er að opna yfir 30 ung­barna­deildir, bæta við rúm­lega 300 nýjum leik­skóla­plássum á kjör­tíma­bilinu og næstu fjóra mánuði fjölgar um önnur 300. Á fyrstu mánuðum nýs árs verða svo opnaðir þrír nýir leik­skólar til við­bótar og plássum verður fjölgað enn frekar við starfandi leik­skóla. Við ætlum að brúa bilið milli fæðingar­or­lofs og leik­skóla!

650 þúsund á ári í barna­bætur

Á komandi kjör­tíma­bili ætlum við í Sam­fylkingunni að létta róður barna­fjöl­skyldna með upp­byggingu al­vöru barna­bóta­kerfis að nor­rænni fyrir­mynd. For­eldrar á meðal­launum með um 600 þúsund á mánuði hvort um sig fá þannig ó­skertar bætur með hverju barni í hverjum mánuði þannig að fjöl­skyldur með tvö börn fá mánaðar­lega 54 þúsund krónur eða 650 þúsund á ári. Ein­stætt for­eldri fær mánaðar­lega tæpar 78 þúsund eða 930 þúsund á ári. Þetta gerum við til að fjár­festa í börnum til fram­tíðar, því það er góð hag­stjórn að búa vel að börnum og barna­fjöl­skyldum.
Fbl_Megin: Það er hægt að kjósa með börnum í kosningunum á laugar­dag með því að kjósa Sam­fylkinguna. Við höfum út­færðar fjár­magnaðar til­lögur og við stöndum við það sem við segjum.