Breytt fyrir­komu­lag sam­gangna á vegum landsins (straeto.is) hefur vissu­lega verið til mikilla bóta fyrir íbúa lands­byggðarinar. Og af­sláttar­kjörin sem bjóðast eru góð. Flestir far­þegar sem kjósa þennan ferða­máta njóta þeirra, ung­lingar og aldraðir í meiri­hluta. En ætli ferða­langur í Reykja­vík að skjótast til Egils­staða eru honum settar á­kveðnar skorður. Það er nefni­lega ekki hægt að fara þessa löngu leið í einni ferð. Far­þeginn þarf að út­vega sér gistingu á Akur­eyri og halda svo á­fram til Egils­staða næsta dag. Smá auka­kostnaður auð­vitað, en samt…

Hins vegar er hægt að taka túrinn frá Egils­stöðum til Reykja­víkur í einni ferð. Ungir og aldraðir Vopn­firðingar og Bakk­firðingar nýta sér þennan sam­göngu­máta og velja hann frekar en flugið, því það er svo miklu ó­dýrara, þ.e. fyrir krakkana sem eru fyrir sunnan í skólum og gamla settið sem heim­sækir sveitina sína. Fullt gjald með strætó frá Reykja­vík til Egils­staða er um kr. 20 þúsund. Það er allt að því helmingi dýrara en að fljúga á ó­dýrasta far­gjaldi suður. Sá er auð­vitað munurinn að flugið tekur innan við klukku­stund, en strætó um 9 tíma.

En, strætó gengur ekki á Vopna­fjörð. Hann stoppar á vega­mótum Möðru­dals­ör­æfa/Há­reks­staða­leiðar (þjóð­vegur 1) og Vopna­fjarðar­heiðar (vegur 85). Frá vega­mótunum eru rúmir 50 km niður í Vopna­fjörðinn, og rúmir 80 km til Egils­staða og Mý­vatns. Og þó svo krakkarnir gætu alveg farið á puttanum, þá myndi gamla settið ekki velja sér það. Það þarf að fá ein­hvern heima­mann til að sækja þig upp á af­leggjarann. Sama gildir ef ferða­langurinn vill komast með strætó frá Vopna­firði, þá þarf hann skutl 50 mínútna akstur upp á vega­mótin. Það eru um 100 km fram og til baka.

Að bíða eftir strætó við vega­mótin sem liggja um +/-600 m.y.s. getur orðið býsna kal­samt. Þar er nefni­lega hvergi skjól að hafa, nema helst öðrum hvorum megin við vega­skiltin.

Er ekki kominn tími til að setja upp skýli við þessi vega­mót?