Al­þjóð­legi geð­heil­brigðis­dagurinn er í dag (e. World Mental Health Day). Mark­mið hans er að auka vitund al­mennings um geð­ræn vanda­mál, mikil­vægi geð­ræktar og for­varna á þessu sviði. Á undan­förnum árum hefur orðið vitundar­vakning sem opnað hefur al­menna um­ræðu um geð­heil­brigðis­mál. Þetta er mjög já­kvæð þróun. Opin­ská um­ræða dregur úr for­dómum í garð fólks sem þjáist af geð­rænum sjúk­dómum, hjálpar fólki að bera kennsl á ein­kenni slíkra sjúk­dóma og stuðlar að því að það leiti sér að­stoðar í tæka tíð ef þörf krefur. 

Í ár er Al­þjóða geð­heil­brigðis­dagurinn helgaður geð­heilsu ungs fólks. Margt ungt fólk glímir við geð­ræn vanda­mál. Or­sakirnar eru marg­vís­legar og oft er um að ræða flókið sam­spil mis­munandi þátta. Al­gengt er að ungt fólk glími við kvíða og þung­lyndi og því miður er tíðni sjálfs­víga víða há meðal þessa hóps. Í mars síðast­liðnum komu út sjö­ttu niður­stöður EUROSTU­DENT, al­þjóð­legrar könnunar um hagi stúdenta í 28 Evrópu­löndum. Um 15% ís­lenskra stúdenta sögðust þar kljást við and­leg veikindi og er hlut­fallið hvergi hærra. Gefur þetta til kynna sér­stak­lega bága stöðu ís­lenskra stúdenta í al­þjóð­legu sam­hengi. 

Geð­heil­brigðis­mál hafa verið í for­grunni í hags­muna­bar­áttu stúdenta síðast­liðin ár. Lands­sam­tök ís­lenskra stúdenta (LÍS) hafa kallað eftir auknum úr­ræðum á þessu sviði í nær­um­hverfi stúdenta, sér­stak­lega innan há­skólanna. Meðal annars leggja sam­tökin á­herslu á að sál­fræðingar starfi innan allra há­skólanna í þjónustu við nem­endur. Banda­lag há­skóla­manna (BHM) stendur heils hugar á bak við LÍS í þessari bar­áttu. 

Sumir há­skólanna hafa brugðist við á­kalli stúdenta um bætt að­gengi að geð­heil­brigðis­þjónustu innan skólanna. Til að mynda hefur úr­ræðum á þessu sviði verið fjölgað innan Há­skóla Ís­lands (HÍ) og Há­skólans í Reykja­vík (HR). BHM og LÍS fagna þessu en leggja jafn­framt á­herslu á að öllum stúdentum í landinu standi til boða við­eig­andi ráð­gjöf og þjónusta á þessu sviði og að þjónustan sé bæði að­gengi­leg og sýni­leg í nær­um­hverfi þeirra.