Skoðun

Bætum að­gengi stúdenta að geð­heil­brigðis­þjónustu

Elsa María Guð­laugs Drífu­dóttir og Þórunn Svein­bjarnar­dóttir skrifa um að­gengi stúdenta að heil­brigðis­þjónustu í til­efni Al­þjóð­lega geð­heil­brigðis­dagsins.

Al­þjóð­legi geð­heil­brigðis­dagurinn er í dag (e. World Mental Health Day). Mark­mið hans er að auka vitund al­mennings um geð­ræn vanda­mál, mikil­vægi geð­ræktar og for­varna á þessu sviði. Á undan­förnum árum hefur orðið vitundar­vakning sem opnað hefur al­menna um­ræðu um geð­heil­brigðis­mál. Þetta er mjög já­kvæð þróun. Opin­ská um­ræða dregur úr for­dómum í garð fólks sem þjáist af geð­rænum sjúk­dómum, hjálpar fólki að bera kennsl á ein­kenni slíkra sjúk­dóma og stuðlar að því að það leiti sér að­stoðar í tæka tíð ef þörf krefur. 

Í ár er Al­þjóða geð­heil­brigðis­dagurinn helgaður geð­heilsu ungs fólks. Margt ungt fólk glímir við geð­ræn vanda­mál. Or­sakirnar eru marg­vís­legar og oft er um að ræða flókið sam­spil mis­munandi þátta. Al­gengt er að ungt fólk glími við kvíða og þung­lyndi og því miður er tíðni sjálfs­víga víða há meðal þessa hóps. Í mars síðast­liðnum komu út sjö­ttu niður­stöður EUROSTU­DENT, al­þjóð­legrar könnunar um hagi stúdenta í 28 Evrópu­löndum. Um 15% ís­lenskra stúdenta sögðust þar kljást við and­leg veikindi og er hlut­fallið hvergi hærra. Gefur þetta til kynna sér­stak­lega bága stöðu ís­lenskra stúdenta í al­þjóð­legu sam­hengi. 

Geð­heil­brigðis­mál hafa verið í for­grunni í hags­muna­bar­áttu stúdenta síðast­liðin ár. Lands­sam­tök ís­lenskra stúdenta (LÍS) hafa kallað eftir auknum úr­ræðum á þessu sviði í nær­um­hverfi stúdenta, sér­stak­lega innan há­skólanna. Meðal annars leggja sam­tökin á­herslu á að sál­fræðingar starfi innan allra há­skólanna í þjónustu við nem­endur. Banda­lag há­skóla­manna (BHM) stendur heils hugar á bak við LÍS í þessari bar­áttu. 

Sumir há­skólanna hafa brugðist við á­kalli stúdenta um bætt að­gengi að geð­heil­brigðis­þjónustu innan skólanna. Til að mynda hefur úr­ræðum á þessu sviði verið fjölgað innan Há­skóla Ís­lands (HÍ) og Há­skólans í Reykja­vík (HR). BHM og LÍS fagna þessu en leggja jafn­framt á­herslu á að öllum stúdentum í landinu standi til boða við­eig­andi ráð­gjöf og þjónusta á þessu sviði og að þjónustan sé bæði að­gengi­leg og sýni­leg í nær­um­hverfi þeirra.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Skoðun

Slökkvistarf eða forvarnir gegn einelti?
Margrét Júlía Rafnsdóttir

Fastir pennar

Skýr leiðarvísir
Hörður Ægisson

Fastir pennar

Ekki metin er til fjár
Þórlindur Kjartansson

Auglýsing

Nýjast

Jólaeftirlitið
María Rún Bjarnadóttir

Mannasiðir
Ólöf Skaftadóttir

Eftirförin
Guðrún Vilmundardóttir

Þegar aðeins ein leið er fær
Þorvaldur Gylfason

Ríkið getur lækkað vexti
Sigurður Hannesson

Getur D-víta­mín minnkað líkur á krabba­meini?
Jóhanna Eyrún Torfadóttir

Auglýsing