Dóra Björt Guð­jóns­dóttir borgar­full­trúi Pírata hefur um fátt annað gert undan­farið en að búa til sam­særis­kenningar. Eftir að hafa ráðist gegn Neyðar­línunni hefur hún snúið sér að mér per­sónu­lega. Hún hefur í­trekað haldið því fram að mér hafi verið mútað. Verið gefin hundruð milljóna gegn því að af­henda Sam­herja mið­bæ Sel­foss. Ekkert er fjær sanni.

Ég hef per­sónu­lega ekki fengið eina krónu í greiðslu frá Sam­herja. Hvað þá hundruð milljóna. Fé­lag í minni eigu keypti hlut í Morgun­blaðinu með selj­enda­láni eins og áður hefur komið fram.

Reykja­víkur­borg sjálf veitir selj­enda­lán upp á hundruð milljóna í fjölda verk­efna. Ef selj­enda­lán teljast mútur í orða­bók Pírata, þá eru þeir sjálfir að stunda þær. Ég sat í bæjar­stjórn Ár­borgar 2006-2014, en skipu­lag mið­bæjar Sel­foss var sam­þykkt í í­búa­kosningu árið 2018. Byggingar­leyfin voru síðan gefin út af Pírötum en ekki Sjálf­stæðis­flokki. Það er því fræði­lega ó­mögu­legt að gera mig á­byrgan fyrir þessu. Ein­falt gúgl hefði getað bjargað Dóru frá því að koma með svona göt­ótta sam­særis­kenningu.

Mc­Cart­hy beitti þeirri tækni að segja að við­komandi þyrfti að „svara betur“. Sama hvernig svarið var. Nú er ég ekki að tala um Smára Mc­Cart­hy þing­mann og fyrr­verandi hlut­hafa í Stundinni, heldur Joseph Mc­Cart­hy þing­mann. Síðasta grein Dóru í Stundinni nær nýjum lægðum, en þar tengir hún mig, Sam­herja og dóms­mála­ráð­herra saman við Egypta­land og fjöl­skyldu flótta­manna.

At­kvæða­veiðarnar verða ekki dapur­legri. Það væri nær fyrir Pírata sem hafa verið við völd í 6 ár að svara fyrir hvers vegna heimilis­lausir eru tvö­falt fleiri en fólk hefur þurft að flytja úr Reykja­vík vegna hús­næðis­skorts. Mat eldri borgara og sam­göngu­vandann. Og stöðu skóla­barna inn­flytj­enda. Ekkert af þessu hugnast Dóru Björt Guð­jóns­dóttur að ræða þrátt fyrir að hún sé for­maður mann­réttinda­ráðs borgarinnar sem kýs að fara á lægsta plan þess sem ræðst að per­sónu fólks. Án inni­stæðu. Það er ekki að furða að borgar­stjórn mælist með lítið traust.