Þann 15. mars 1962 var John F. Kennedy Bandaríkjaforseti fyrstur þjóðarleiðtoga til að lýsa formlega yfir að neytendur hefðu grundvallarréttindi. „Við erum öll neytendur,“ sagði Kennedy. „Neytendur er sá hópur sem hefur hvað víðtækustu áhrif á nánast allar efnahagsstærðir. Flestallar ákvarðanir í opinbera- og einkageiranum hafa áhrif á neytendur. Samt sem áður eru þeir oft og tíðum sá hópur sem minnst er hlustað á.“
Þessi yfirlýsing Kennedys leiddi til þess að árið 1985 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sérstakar leiðbeiningar um neytendavernd. Þar segir m.a. að allur almenningur, án tillits til tekna eða félagslegrar stöðu, hafi ákveðin lágmarksréttindi sem neytendur.
15. mars er alþjóðadagur neytenda og þá er við hæfi að vekja athygli á grunnkröfum neytenda. Þessar kröfur eru leiðarvísir og grunnur að öllu starfi Neytendasamtakanna:
1.Réttur til að fá grunnþörfum mætt
2.Réttur til öryggis
3.Réttur til upplýsinga
4.Réttur til að velja
5.Réttur til áheyrnar
6.Réttur til úrlausnar
7.Réttur til neytendafræðslu
8.Réttur til heilbrigðs umhverfis
9.bæta Neytendasamtökin við níundu grunnkröfunni líkt og norræn systursamtök hafa gert:
10.Réttur til stafrænnar neytendaverndar