Þann 15. mars 1962 var John F. Kenne­dy Banda­ríkja­for­seti fyrstur þjóðar­leið­toga til að lýsa form­lega yfir að neyt­endur hefðu grund­vallar­réttindi. „Við erum öll neyt­endur,“ sagði Kenne­dy. „Neyt­endur er sá hópur sem hefur hvað víð­tækustu á­hrif á nánast allar efna­hags­stærðir. Flest­allar á­kvarðanir í opin­bera- og einka­geiranum hafa á­hrif á neyt­endur. Samt sem áður eru þeir oft og tíðum sá hópur sem minnst er hlustað á.“

Þessi yfir­lýsing Kenne­dys leiddi til þess að árið 1985 sam­þykkti alls­herjar­þing Sam­einuðu þjóðanna sér­stakar leið­beiningar um neyt­enda­vernd. Þar segir m.a. að allur al­menningur, án til­lits til tekna eða fé­lags­legrar stöðu, hafi á­kveðin lág­marks­réttindi sem neyt­endur.
15. mars er al­þjóða­dagur neyt­enda og þá er við hæfi að vekja at­hygli á grunn­kröfum neyt­enda. Þessar kröfur eru leiðar­vísir og grunnur að öllu starfi Neyt­enda­sam­takanna:


1.Réttur til að fá grunn­þörfum mætt
2.Réttur til öryggis
3.Réttur til upp­lýsinga
4.Réttur til að velja
5.Réttur til á­heyrnar
6.Réttur til úr­lausnar
7.Réttur til neyt­enda­fræðslu
8.Réttur til heil­brigðs um­hverfis
9.bæta Neyt­enda­sam­tökin við níundu grunn­kröfunni líkt og nor­ræn systur­sam­tök hafa gert:
10.Réttur til staf­rænnar neyt­enda­verndar