Gleði­legt ár, kæra þjóð! 

Þá eru jóla og ára­mótaboðin af­staðin, þar sem fjöl­skyldur komu saman, borðuðu, spjölluðu og nutu þess að vera saman í því öryggi sem við búum við á Ís­landi. Hvert skyldi um­ræðu­efnið nú hafa verið? Jóla­gjafir, jóla­matur, skaupið, hvað börnin stækka, veðrið, hneykslis­málin, í­búðar­verð, kjara­samningar og svo frv. Sem sagt bara hitt og þetta sem er í deiglunni NÚNA. 

Það var á­byggi­lega ekki rætt um hvað vatnið úr krönunum væri hreint og gott eða hvað væri gott að geta hitað húsin hér með heita­vatninu sem landið okkar gefur okkur. Heldur ekki um það hvað við eigum hreina náttúru, heil­næman mat, úr vötnum, ám og sjó og hvað við höfum góða að­stöðu til að rækta bæði fé og fóður á heil­næman hátt. Þetta er allt okkar eign (að mestu enn­þá) og við þurfum að halda í hana um alla ei­lífð. 

Það gæti alveg verið að í fram­tíðinni kæmi það upp að við hefðum betur rætt þessi mál og gert okkur grein fyrir því að við sváfum á okkar græna eyra. Þetta er ekki draumurinn hans Skröggs í sögu Dic­kens, þar sem annað tæki­færi gafst og því er eins gott fyrir okkur að VAKNA NÚNA og taka í taumana á meðan enn er hægt. 
Við viljum ekki vera kyn­slóðin sem verður til um­ræðu í jóla og ára­móta boðum fram­tíðarinnar vegna þess að við töpuðum landinu okkar og auð­lindum þess og gerðum barna barna börnin okkar land­laus og glötuðum auð­æfum landsins út í heim. 

Við erum sem þjóð, ansi sofandi gagn­vart auð­lindunum okkar. Allar auð­lindirnar okkar gætu auð­veld­lega runnið okkur úr greipum án þess að mikið bæri á, fyrr en of seint. Þær eru reyndar fyrir þó nokkru síðan farnar að renna milli fingra okkar og í hendur auð­manna bæði í út­löndum og hér á landi, ýmist beint og milli­lið­a­lítið eða í gegnum leppa og til fjár­festinga­fé­laga sem erfitt er að sjá hverjir eiga. Öll þessi við­skipti STJÓRNAST AF GRÆÐGI, þeirra sem kaupa og þeirra sem selja. Þessi kaup eru ekki hugsuð landi og þjóð til hags­bóta af nokkru tagi, LÁTIÐ EKKI BLEKKJAST KÆRA ÞJÓÐ. 

Um­ræður jóla­boða í fram­tíð gætu verið um allt það sem við höfðum en seldum og glutruðum úr lúkunum vegna blindu ráða­manna þjóðarinnar, trú­girni, stundar­gróða og græðgi fólks. 

Eiga af­kom­endur okkar þetta skilið? „Þeir sem erfa eiga landið“ Verður eitt­hvað eftir til að erfa? Land­laus þjóð, hvernig hljómar það? Ef okkur auðnast sú gæfa að læra af sögunni, vitum við að það viljum við ekki að börn okkar og barna­börn búi við. Ís­land hefur uppá margt að bjóða sem verður dýr­mætara með hverju ári sem líður. Lofts­lags­breytingar eru stað­reynd og þær eiga eftir að valda ýmsum vanda í heiminum. Margar þjóðir eiga eftir að sækjast eftir auð­lindum okkar. Þá er gott að hafa í huga að hreint vatn er dýr­mætara en peningar, ó­menguð jörð til að yrkja, ó­mengað líf­ríki í ám, vötnum og í sjó. Ó­spillt land verður það sem skiptir öllu máli og verður það verð­mætasta sem hægt verður að eiga. 

Nr.1 við megum ekki undir neinum kring­um­stæðum selja frá okkur landið og auð­lindir þess. Við verðum að hafa allan yfir­ráðs­rétt yfir því. Við erum sjálf­stæð þjóð og eigum að sýna það með því að láta enga vaða yfir okkur, hvorki með gylli­boðum eða hótunum. Við eigum að standa föst á þeim málum sem skipta okkur mestu. Við gerðum það þegar við kröfðumst yfir­ráða yfir land­helginni okkar svo við ættum að geta sett lög í landinu sem sjá til þess að við ráðum yfir því ÖLLU og öllum þess gæðum. Hefjumst handa, setjum lög sem bjarga landinu okkar, sem okkur ber að skila í betra á­standi til barna okkar en það var er við tókum við því. Vinnum saman að því að gera landið okkar að betri stað fyrir í­búana. 

Ég vil gera minn hlut með því að standa að undir­skrifta­söfnuninni, SELJUM EKKI ÍS­LAND. Það eru ekki allir sem hafa skrifað undir, á eitt sáttir um orða­lag krafnanna. Sumir gera at­huga­semdir sem fylgja með undir­skriftinni, aðrir vita að þetta verður rætt og því ekki 100 í hættunni þó þeir séu ekki sam­mála öllu. Það sem skiptir máli er að koma þessum kröfum til ráða­manna þjóðarinnar og að banna sölu á landinu og það sem fyrst. 

Við megum ekki vera hrædd við að vera sjálf­stæð þjóð og standa á okkar. Við eigum ekki að láta neina segja okkur fyrir verkum eða gera samninga við aðrar þjóðir af ein­hverri hræðslu við reglu­verk sem aðrar þjóðir semja og setja okkur, VIÐ ERUM SJÁLF­STÆÐ ÞJÓÐ. Við þurfum að gæta hags­muna okkar í nú­tíð og til fram­tíðar, gæta landsins og auð­lindanna. Við megum ALDREI GEFA ÞAÐ FRÁ OKKUR. 

Ég hef sent mörgum ís­lendingum skila­boð á face­book og beðið þá um hjálp við að koma þessum boðum á­fram. Fólki sem ég tel mig vita að unni landinu sínu um­fram einka­gróða, fólki sem eru fyrir­myndir margra ís­lendinga og geta haft á­hrif og fólki sem hefur góðan að­gang að fjöl­miðlum og er virkt þar. Svörin hef ég ekki fengið mörg, hvað veldur ? Ein­hverjir hafa ekki séð þau en aðrir ekki að­hafst neitt. Það er kannski skrítið að fá beiðni frá ein­hverri blá­ókunnri mann­eskju sem biður um að­stoð við að breiða út ein­hvern undir­skriftalista SELJUM EKKI ÍS­LAND. Ég vona að fólkið fyrir­gefi mér þessa frekju. Ég er bara að leita allra leiða til að opna augu fólks og fá það til að vera með í þessu á­taki. Ég hefði kannski átt að skrifa sendi­bréf og póst­leggja ? Það er dýrt, rán­dýrt og alveg ó­víst að það hefði skilað sér betur. Þetta bréf, skrifað í blöðin/á vef­miðla, vona ég að hafi á­hrif. ÉG Á­KALLA ALLA sem vilja hjálpa mér í þessu á­taki: Viljiði vekja at­hygli á þessu máli, hvetja fólk til að skrifa undir og deila undir­skriftalistanum? https://www.jenga.is/. Ykkur er frjálst að deila þessu bréfi út um allt. 
Hjálpið mér að vekja þjóðina, sem sefur á verðinum. 

Með vin­semd og virðingu, 
Jóna Ims­land