Skoðun

​Aðförin að Braga Guðbrandssyni

Hinn 8. Júní síðastliðinn voru birtar niðurstöður hlutlausrar úttektar á málsmeðferð og efnislegri athugun velferðarráðuneytisins á kvörtunum barnaverndarnefnda Reykjavíkur, Hafnafjarðar og Kópavogs á störfum Barnaverndarstofu og forstjóra hennar.

Á undanförnum mánuðum hefur fjölmiðillinn Stundin, lagt stund á hreinar ofsóknir á hendur Braga Guðbrandssyni, forsjóra Barnaverndarstofu, -reyndar svo að margar fréttir voru skrifaðar um hann á dag um margra vikna skeið, með þeim augljósa tilgangi að taka manninn niður með öllum tiltækum ráðum. Reyndar er fjölmiðillin fyrir löngu orðinn frægur af eindæmum hvað slík vinnubrögð snertir. Allir aðilar sem hæðst hrópuðu í þessu máli, höfðu ekki aðgang að gögnum málsins í heild sinni. Þingmenn Pírata létu sitt ekki eftir liggja og jusu ávirðingum og alvarlegum ásökunum á hendur Braga úr ræðustól Alþingis.

Þvert á dylgju- og ásakanaflóð Pírata og blaðamanna Stundarinnar, þá leiðir rannsóknin í ljós að ekki var fótur fyrir þeim ásökunum sem á hann voru bornar. Á meðal annarra hluta var Braga gefið að sök að hafa farið yfir hlutverk sitt í samskiptum við barnaverndarnefndir og þar með gerst brotlegur við 8. gr. Barnaverndarlaga. Í athugasemdum greinargerðar sem fylgdi frumvarpi til barnaverndarlaga kemur fram að forstjóra barnaverndarstofu er heimilt og eftir atvikum skylt að veita barnaverndarnefndum bindandi “tilmæli” sé grunur á að lög séu brotin í málsmeðferð barnaverndarmáls. Í niðurstöðum umræddrar úttektar kemur í ljós að Bragi fór ekki út fyrir hlutverk sitt í samskiptum við barnaverndarnefndir, eða brotið þagnarskyldu í svokölluðu Hafnafjarðarmáli. Segir svo í niðurstöðum:

"Niðurstaða þessarar úttektar á athugun og viðbrögðum velferðarráðuneytisins við þeim athugasemdum sem barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu komu á framfæri við ráðuneytið í nóvember 2017 um starfshætti Barnaverndarstofu og framgöngu starfsfólks stofnunarinnar, einkum þó forstjóra hennar, er að velferðarráðuneytið hafi ekki gert fullnægjandi ráðstafanir með vísan til yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda sinna til að upplýsa það hvort og þá hvaða grundvöllur væri fyrir þeim ávirðingum sem bornar voru á Barnaverndarstofu og starfsmenn hennar…Í úttektinni er einnig rakið að ekki verði séð að forstjóri Barnaverndarstofu hafi veitt föðurafa barna upplýsingar í andstöðu við þagnarskylduákvæði 8. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga eða 18. gr. laga nr. 70/1996. Af gögnum málsins verði ekki annað ráðið en að upplýsingagjöf forstjórans til föðurafans hafi hvað móðurina varðar einungis lotið að þeim almennu leiðbeiningum sem starfsmaður barnaverndarnefndar veitti um hver væri hinn eðlilegi farvegur samkvæmt lögum í deilum um umgengni. Ekki verði talið að þessi upplýsingagjöf hafi verið óeðlileg í ljósi umkvartana föðurafans um að barnaverndaryfirvöld í Hafnarfirði hafi átt þátt í því að umgengni færi ekki fram."

Hins vegar kemur fram að ráðuneytið hafði brotið á réttindum Braga með því að afla ekki gagna og sinna þar með rannsóknarskyldu sinni og veita honum rétt til andmæla svo sem stjórnsýslulög gera ráð fyrir.

Að framansögðu má ljóst vera að þingmenn Pírata og blaðamenn Stundarinnar hlupu á sig, og skulda Braga Guðbrandssyni afsökunarbeiðni vegna framgöngu sinnar gegn honum og Barnaverndarstofu. Eftir situr spurningin hvort andúð Pírata og Stundarinnar helgist ekki af því að Bragi hefur í ræðu og riti, sem og í störfum sínum lagst gegn óréttmætum umgengnistálmunum.

Í umræðum á Alþingi ásakaði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins Halldóru Mogensen, um að hafa lekið trúnaðarupplýsingum barnaverndarmáls í Stundina, vegna umfjöllunar um hæfi Braga til framboðs til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Segir hann að Píratar og Stundin ættu í nánu samstarfi saman og að Píratar hefðu lekið persónulegum upplýsingum í fjölmiðilinn. Í því ljósi teljum við mikilvægt að hafin verði lögreglurannsókn á meintum lekum á trúnaðargögnum til fjölmiðla, á grundvelli 52. gr. Þingskaparlaga.

Gunnar Kristinn Þórðarson, stjórnsýslufræðingur og fyrrum formaður Karlalistans.

Gunnar Waage, kennari og fyrrum varaformaður Karlalistans.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fastir pennar

Nekt í banka
Kolbrún Bergþórsdóttir

Fastir pennar

Að vera einn, án annarra
Guðmundur Steingrímsson

Guðmundur Brynjólfsson

Klám
Guðmundur Brynjólfsson

Auglýsing

Nýjast

Drögum úr ójöfnuði
Sonja Ýr Þorbergsdóttir

„Ég er nóg“
Óttar Guðmundsson

Þriggja metra skítaskán
Sif Sigmarsdóttir

Lýst er eftir leiðtoga
Kristín Þorsteinsdóttir

Er um­ræðan um klukku­stillingu á villi­götum?
Gunnlaugur Björnsson

Nóg hvað?
Þórarinn Þórarinsson

Auglýsing