Uppræting fátæktar er sameiginlegt verkefni mannkyns, og er það verkefni sérstaklega krefjandi í Kína sem er stærsta þróunarríki jarðar með langflesta íbúa af ríkjum heims. Þegar alþýðulýðveldið Kína var stofnað árið 1949, var Kína fátækasta ríki jarðar. Íbúar á landsbyggðinni, sem voru á þeim tíma um 87% af íbúum, höfðu langflestir búið lengi við sára fátækt. Með óþreytandi átaki síðustu 70 árin, hefur Kína náð að lyfta um 850 milljónum manna upp úr fátækt og síðan 2013 hefur 10 milljónum manna verið lyft upp úr fátækt árlega.

Nú á árinu 2020 hefur öllum íbúum á landsbyggðinni verið komið úr sárri fátækt, miðað við núverandi skilgreiningu á fátækt, og hefur Kína náð þeim markmiðum sem sett voru fram í sjálfbærniáætlun Sameinuðu Þjóðanna um að útrýma fátækt, 10 árum á undan áætlun, og nemur það um 70 prósentum af árangri heimsbyggðarinnar í afléttingu fátæktar. Kína hefur ritað glæsilegan kafla í sögu mannkyns með árangri sínum í af léttingu fátæktar. Hér á eftir verður lýst þeim aðferðum sem Kína hefur notað og þeim árangri sem aðferðirnar hafa skilað.

Í fyrsta lagi er hin stöðuga áhersla ríkisstjórnarinnar á af léttingu fátæktar. Aflétting fátæktar, bætt lífsgæði, og það að ná almennri hagsæld eru mikilvæg verkefni og markmið Kínverska kommúnistaflokksins. Kínverska ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á fátækraaðstoð og hefur sett afléttingu fátæktar sem eitt af aðalmarkmiðum sínum fyrir 100 ára afmæli kommúnistaflokks Kína, árið 2021. Kína hefur sett fram nokkrar áætlanir í þessa átt sem unnið er ötullega eftir. Á sama tíma og unnið er að efnahagslegum framförum, hefur Kína stöðugt sett fjármagn í fátækraaðstoð. Ríkisstjórn Kína hefur sett 146,1 milljarð RMB (22,3 milljarða Bandaríkjadala) í fátækraaðstoð árið 2020, sem hefur reynst vera mikilvægt framlag við upprætingu fátæktar.

Í öðru lagi, með því að nota vísindalegar og beinskeyttar aðferðir til að ráðast gegn fátækt. Í Kína býr mikill fjöldi fátækra við mjög mismunandi aðstæður. Ástæður fátæktarinnar eru mjög mismunandi og veldur það erfiðleikum við upprætingu hennar. Með því að miða aðstoðina við hinar fjölmörgu mismunandi aðstæður höfum við náð að grípa til fjölbreyttra, og oft mjög skapandi, aðferða til að berjast gegn fátækt. Við höfum skrásett öll heimili þar sem fátækt ríkir, boðið fram þjálfun í einhverri iðngrein, þróað fyrirtæki sem miða starfsemi sína við aðstæður á hverjum stað, komið á fót regluverki til að halda utan um fjárveitingar til umhverfisendurbóta, boðið upp á flutning frá fátækum svæðum til svæða þar sem aðstæður eru betri og komið á almannatryggingakerfi til handa þeim sem hafa misst lífsviðurværi, annað hvort að fullu leyti eða að hluta. Með því að nýta þessar aðferðir sem eru sérsniðnar að hverju tilfelli höfum við náð að hámarka fátækraaðstoðina.

Í þriðja lagi að takast á við fátækt með f jölþættri samvinnu. Við höfum nýtt okkur til fullnustu styrkleika félagshyggjukerfisins með kínverskum einkennum (socialism with Chinese characteristics) og samhæft öll viðbrögð við að ráðast að rót fátæktarinnar á landsvísu. Við höfum virkjað öll félagsleg kerfi og úrræði í baráttunni við fátækt með samhæfðum viðbrögðum hins opinbera, samfélagsins og með markaðsúrræðum. Héruð sem búa við betri efnahag hafa verið pöruð við héruð sem búa við lakari efnahag. Beinskeyttri aðstoð er beint til þeirra sem þurfa. Komið hefur verið á fót verkefninu „10.000 tækifæri til hjálpar 10.000 þorpum“ og skipaðir hafa verið embættismenn í hverju þorpi til fátækraaðstoðar. Með því að nýta til fulls alla möguleika, hefur okkur tekist að stuðla að samvinnu héraða, stofnana og fyrirtækja og hefur okkur tekist að virkja allar ríkisstofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að vinna að hinu sameiginlega markmiði, að útrýma fátækt.

Á sama tíma og Kína tekst á við fátækt heima fyrir, hefur Kína einnig gert sitt besta til að veita öðrum þróunarlöndum aðstoð og lagt sitt af mörkum til útrýmingar fátæktar. Á síðustu 70 árum hefur Kína veitt þróunaraðstoð sem nemur rúmlega 400 milljörðum RMB til næstum 170 landa og alþjóðasamtaka og staðið fyrir um 5.000 hjálparverkefnum erlendis, sent meira en 600.000 manns til aðstoðar, staðið fyrir þjálfun 12 milljóna starfsmanna frá öðrum þróunarríkjum og aðstoðað yfir 120 þróunarríki við að ná þúsaldarþróunarmarkmiðunum.

Kína hefur komið á fót hinum svokallaða „friðar- og þróunarsjóði Kína og Sameinuðu þjóðanna“ og „suður-suður samhjálparsjóðnum“ og einnig stuðlað að framförum í ýmsum samvinnuverkefnum, eins og tilraunasamvinnuverkefninu um af léttingu fátæktar í AusturAsíu, og samvinnuverkefni Kína og Afríku um af léttingu fátæktar og bætta velferð almennings. Frumkvæðisverkefninu „Belti og braut“ hefur verið vel tekið í Asíu, SuðurAmeríku, Afríku og Evrópu og er vonast til að það verkefni nái að koma 7,6 milljónum manna upp úr sárri fátækt, og aðstoða 32 milljónir manna við að brjótast upp úr fátækt. Kína gaf nýlega út bók þar sem nokkrum aðferðum sem Kína hefur beitt við afléttingu fátæktar er lýst og sem ber nafnið „Uppræting fátæktar: Aðferðum Kína deilt með heimsbyggðinni“. Alþjóðlegt átak gegn fátækt hefur skilað miklum árangri, en við stöndum enn frammi fyrir gríðarlegum áskorunum og erfiðleikum.

COVID-19 faraldurinn hefur leikið hið alþjóðlega samstarf grátt, en alþjóðasamfélagið þarf að byggja upp samstöðu og vinna saman að því að viðhalda fjölþjóðastefnunni, viðhalda friði og stöðugleika, auk þess að hraða því að uppræta fátækt á alþjóðavísu. Kína hefur skuldbundið sig til að taka virkan og mikilvægan þátt í fátækraaðstoð, og er reiðubúið til að standa fyrir alþjóðlegri samvinnu til að stuðla að sameiginlegri þróun og bættri framtíð fyrir mannkyn allt.