Bakþankar

Af KSÍ og Íslandsmótinu

Nú þegar aðeins nokkrir dagar eru í að Íslandsmótið í fótbolta hefjist er ekki úr vegi að rifja upp að mótið 2017 var flautað af þann 30. september. Það eru þó nokkrir mánuðir síðan.

Hvað hefur gerst síðan mótið 2017 var flautað af? Ekkert. Nákvæmlega ekkert. Og það er ekki eins og félögin og samtökin Íslenskur toppfótbolti hafi ekki reynt.

Þau svör sem þau fá eru svona. Þetta er ritað á síðasta stjórnarfundi KSÍ þar sem Íslenskur toppfótbolti bar upp bónina um að fá að taka yfir markaðssetninguna í efstu tveimur deildunum. „Samþykkt að skoða málið heildstætt og ræða við ÍTF á næsta samráðsfundi.“

Hér þarf að stappa niður fæti og segja einfaldlega: Elsku besta KSÍ. Þið hafið ekki mannafla til að sjá um þetta og framkvæma. Leyfið samtökunum að taka þetta ár. Þetta verður alltaf skrýtið ár hvort sem er vegna HM.

Áhorfendatölur eru skelfilegar á Íslandi. Sama hvað menn segja um höfðatölu. Það er auðvitað mesta bull sem ég hef nokkru sinni heyrt, eins og vinur minn Mikki refur segir. Ég meira að segja leiklas þennan hluta. Vonandi þú líka, kæri lesandi. En allavega. Áhorfendatölur voru fínar fyrir þremur árum en áhorfendum hefur fækkað um 400 manns að meðaltali. Slík þróun kallar á aðgerðir.

Þær aðgerðir þurfa að koma núna. Meira að segja núna er orðið of seint. KSÍ setti nefnd um málið í gang í vetur en hana dagaði uppi og ekkert var gert. Aðgerða er þörf og það eru aðilar tilbúnir að leggja mikið á sig til að fá fólk á völlinn. KSÍ er ekki tilbúið að gera það. En sambandið er heldur ekki tilbúið að sleppa tökunum á mótinu. Slíkt getur ekki verið gott fyrir íslenskan fótbolta.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bakþankar

Hver þarf óvini með þessa vini?
Haukur Örn Birgisson

Bakþankar

Tíminn
Guðmundur Brynjólfsson

Bakþankar

Sorrí... en
Þórarinn Þórarinsson

Auglýsing

Nýjast

Þetta reddast alls ekki
Kjartan Hreinn Njálsson

Landsnet í eigu þjóðar
Kolbeinn Óttarsson Proppé

Að fá sér hund og halda hann svo í búri
Hallgerður Hauksdóttir

Tæknibyltingu í grunnskóla
Katrín Atladóttir

Mann­réttinda­yfir­lýsing Sam­einuðu þjóðanna sjö­tug í dag
Margrét Steinarsdóttir

Einlægni
Kolbrún Bergþórsdóttir

Auglýsing