Lítum aðeins á baksögu fjögurra áratuga stríðsins í Afganistan. Í kjölfar þess að Rauði her Sovétríkjanna hvarf frá 1989 undirritaði síðasta kommúníska ríkisstjórn landsins friðarsamning árið 1992, undir stjórn Najibullah forseta með aðstoð fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, sem var titlaður Þjóðarsátt. Najibullah sagði af sér og við tók ný bráðabirgðastjórn í gegnum frjálsar og opnar kosningar.

Í þetta skiptið gengu þó hlutirnir ekki eftir. Sendiherra Sameinuðu þjóðanna gat ekki staðið við skuldbindingar sínar og friðarsamningnum var rift. Bandaríkin gleymdu Afganistan og brutu loforð sín gagnvart afgönsku þjóðinni á sama tíma og þeir fullyrtu að okkar pólitíska umboð (í kjölfar sigurs á andstæðingum þeirra, Rússum) hefði áunnist án vitneskju um hættuna sem myndi skapast í kjölfarið fyrir Bandaríkin og vinaþjóðir þeirra. Borgarastríð braust út í Afganistan og landið varð afdrep mismunandi pakistanskra hryðjuverkahópa sem leiddi til uppgöngu Talibana og atburðanna 11. september 2001.

Að bjóða Talíbönum að taka þátt í friðarviðræðunum í Doha í febrúar 2020 sem stjórnmálahreyfingu og fjarlægja þá síðan af svarta listanum þar til Afganska lýðveldið undir stjórn Ashraf Ghani féll í ágúst 2021 var önnur versta mögulega niðurstaða sem þröngvað var upp á afgönsku þjóðina, svipað og það sem gerðist árið 1992.

Þannig að spurningin er, nú þegar Talíbanar eru komnir aftur til valda í Afganistan eftir tuttugu ár, gæti það þá ekki leitt til endurnýjunar Al-Kaída og annarra hryðjuverkasamtaka og skapað svipaða ógn og atburðirnir 11. september?

Skilyrðislaust afturhvarf Bandaríkjanna og vinaþjóða þeirra frá Afganistan, afskiptaleysi gagnvart Afganistan sem yrði þá aftur afdrep hryðjuverkahópa er ógna heimsöryggi, gleymd loforð til afgönsku þjóðarinnar eftir afrek þeirra síðustu tveggja áratuga. Er þetta rétt tilefni til að lýsa yfir sigri í alþjóðlega stríðinu gegn hryðjuverkum eins og Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur gert?

Lexíur sem við höfum lært:

  • Að yfirgefa Afganistan á miðri leið og uppfylla ekki skuldbindingar Bandaríkjamanna og alþjóðasamfélagsins til afgönsku þjóðarinnar í átt að varanlegum friði og friðsælu lífi voru brotin loforð og ástæður þess að friðarviðræðurnar í Afganistan mistókust.
  • Afganar misstu trú sína og traust á Bandaríkjunum og alþjóðasamfélaginu sem stuðningsmönnum þeirra í friðarumleitunum.
  • Skilyrðislaust brotthvarf alþjóðlegra friðargæsluliða frá Afganistan þýðir ekki að stríðinu gegn hryðjuverkum sé lokið. Hættan á alþjóðlegum hryðjuverkum er enn til staðar.
  • Að átta sig á afleiðingum mistakanna við friðarumleitunina 1992 og atburðanna 11. september 2001 er mjög mikilvæg lexía.
  • Viðvera ákveðinna hópa innan ríkisstjórnarinnar, sem reyndu að auka hag sinn í nafni minnihlutahópa, lýðræðis og málfrelsis, ruddu brautina fyrir hrun hinnar lýðræðislega kjörnu ríkisstjórnar.