30. nóvember var við­tal við Hrönn Ólafíu Jörunds­dóttur, for­stjóra MAST, á Hring­braut, þar sem farið var ofan í saumana á blóð­mera­haldinu og hinum hrylli­legu hliðum þess, en þetta dýra­níð Ís­teka og fjöl­margra bænda var loks komið svo skýr­lega upp á yfir­borðið – þökk sé er­lendum dýra­verndunar­sam­tökum – , að MAST gat ekki lengur leitt það hjá sér.

Meðal annars sagði for­stjórinn, að það væri mat MAST, að hægt væri að fram­kvæma blóð­töku af fyl­fullum merum – reka blóð­mera­hald – án þess að ógna vel­ferð dýranna.

Þetta mat vakti furðu mína. Skorti for­stjórann hér nauð­syn­lega þekkingu eða góða dóm­greind?

Hvernig á að vera hægt, með góðu, að koma ó­tömdum, hálf­villtum hryssum, úr úti­gangi, sem búið er að rífa folaldið frá, inn í þröngan blóð­töku­bás, þar sem hryssan er njörvuð niður og höfuð strengt upp með reipum – staða dýrsins negld – til að hægt sé að opna slag­æð á hálsi og tappa þar af blóði í 15 langar mínútur!? Heila ei­lífð fyrir
dýrið.

Hvernig getur for­stjórinn í­myndað sér, að þessi fjötrun ó­ta­minnar hryssu og það of­beldi, sem beita þarf dýrið, til að koma nál í háls og tappa 5 lítrum af blóði af því, geti farið fram með friði og spekt!?

Hræðsla og æsingur hryssunnar byrjar vita­skuld þá strax, þegar 2-3 mánaða folaldið er rekið frá henni, og má ætla, að skelfingin stig­magnist, þegar blóð­töku­menn höggva aftur og aftur í sama knérunn, beita sama of­beldinu, viku efir viku, í 8-9 vikur, ár eftir ár.

Á­rétta skal, að hér er lang­mest um hálf­villtar, ó­tamdar merar að ræða, sem eru í úti­gangi.

Auð­vitað ætti for­stjóranum að vera ljóst, að mann­úð­legt og dýra­vænt blóð­mera­hald í þessu formi er ekki til!

Vafa­samt fram­lag dýra­lækna

Þá vildi for­stjóri MAST gera nokkuð með það, að dýra­læknar væru alltaf við, við hverja einustu blóð­töku, eins og hún orðaði það.

Þeir voru þá líka við í öllum þeim til­fellum, þar sem gögn AWF og TSB dýra­verndunar­sam­takanna sýna mis­þyrmingar og of­beldi við dýrin!

Þessi at­huga­semd sýnir því fremur, að ekkert er á þetta dýra­lækna­kerfi að treysta, heldur en hitt, að við­vera og meint eftir­lit og hand­leiðsla dýra­lækna komi hér að nokkru gagni.

Úr­vinnsla MAST vand­ræða­leg

Þá segir for­stjórinn þetta: „MAST er búið að hafa sam­band við (er­lendu) dýra­verndunar­sam­tökin, sem birtu um­rætt mynd­efni, til að fá mynd­efnið, á hvaða bæjum þessar myndir voru teknar. Verið er að fara yfir, hvort til­kynningar (hverra?) um slæma með­ferð hafi borizt MAST og hvernig hafi verið brugðist við þeim“.

Fyrir mér er það allt annað en upp­byggi­legt að MAST skuli þurfa að nýta sér rann­sóknir er­lendra aðila til að átta sig á dýra­haldi, sem MAST sjálft á að hafa eftir­lit með og bera á­byrgð á, að fari fram af mann­úð, á grund­velli dýra­vel­ferðar og standist lög.

Að­koma Fagráðs til lítils sóma

Þann 25. apríl 2016 fór fram fundur í Fagráði um vel­ferð dýra. Fundar­boðandi var Þóra J. Jónas­dóttir, dýra­læknir gælu­dýra og dýra­vel­ferðar. Fundar­stjóri var Sigur­borg Daða­dóttir, yfir­dýra­læknir. Aðrir fundar­menn voru meðal annars Katrín Andrés­dóttir, full­trúi Dýra­lækna­fé­lagsins, dr. Sig­ríður Björns­dóttir, dýra­læknir hrossa­sjúk­dóma og Jón Kalmann, full­trúi Sið­fræði­stofnunar Há­skóla Ís­lands.

Fagráðið gerði sér lítið fyrir og gaf grænt ljós á þann ó­fögnuð og það dýra­níð, sem sannast hefur að blóð­mera­haldið er, og allt þetta fólk hefði átt að vita, að svo sé, hefði það viljað eða reynt að kynna sér það.

Í raun hefði al­menn skyn­semi átt að duga við slíkt mat.

Bókunin var stutt og ein­föld: „Fagráðið er já­kvætt gagn­vart nýju leyfi með þeim fyrir­vörum sem fram komu í um­ræðum, sbr. texta“.

Hér voru 4 dýra­læknar og sér­stakur full­trúi Sið­fræði­stofnunar Há­skóla Ís­lands að verki! Hver hefði trúað svona vinnu­brögðum upp á þetta mæta fólk, sem maður hefði haldið, að svo væri?

Laga­grund­völlur fyrir leyfis­veitingu líka út í hött

20. júní 2016 gaf MAST svo út „Leyfi til blóð­söfnunar úr hryssum ...“ til Ís­teka. Byggði MAST þetta leyfi á reglu­gerð nr. 279/2002, en sá galli er á gjöf Njarðar, að þessi reglu­gerð nær ein­göngu til dýra­til­rauna.

Það vekur at­hygli, að það var Þóra J. Jónas­dóttir, dýra­læknir gælu­dýra og dýra­vel­ferðar, sem gaf út leyfið, en hún var líka fundar­boðandi, þegar Fagráðið gaf grænt ljós á þessa ó­iðju.

Í 1. gr. reglu­gerðar 279/2002 stendur: „Mark­mið reglu­gerðarinnar er að tryggja vel­ferð dýra sem notuð eru í til­rauna- eða vísinda­skyni eða alin í þeim til­gangi“.

Hvernig í ó­sköpunum er hægt að tengja saman dýra­til­raunir við stór­fram­leiðslu á blóði, 170 tonn, 170.000 lítra, á ári!?

Hér reyndi virki­lega á frjótt í­myndunar­afl, sveigjan­leika, af­stöðu og með­virkni stjórn­valda, að mati undir­ritaðs.

Undir­ritaður spurði yfir­lög­fræðing MAST, hvort hann hefði veitt stjórn MAST leið­sögn, hvað varðar notkun þessarar reglu­gerðar við leyfis­veitingu. Hann sagðist ekki minnast þess. Vildi að því er virtist hvergi að þessari laga­túlkun koma.

Önnur lög, nr. 55/2013, hefðu átt að koma með öllu í veg fyrir þessa leyfis­veitingu, þessa ó­iðju, en 1. gr. þeirra hljóðar: „Mark­mið laga þessara er að stuðla að vel­ferð dýra, það er að þau séu laus við van­líðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sárs­auka, meiðsli og sjúk­dóma, í ljósi þess, að dýr eru skyni gæddar verur“.

Og, hver á að sjá um fram­kvæmd þessara laga!? Sú stofnun heitir ein­mitt Mat­væla­stofnun: MAST!

Nýr ráð­herra

Í febrúar 2020, fyrir tæpum tveimur árum, veltum við, Jarðar­vinir, upp þeim ó­fögnuði, sem blóð­mera­haldið er, og skoruðum á yfir­dýra­lækni, stjórn­endur MAST og ekki sízt á þá­verandi land­búnaðar­ráð­herra, Kristján Þór Júlíus­son, að þessi ó­iðja yrði stöðvuð, m.a. annars út af því, að hún bryti í bága við lög.

Ráð­herra gerði ekkert með málið, frekar en fjöl­mörg önnur dýra­verndunar- og dýra­vel­ferðar­mál. Var meira í öðru mis­gæfu­legu.

Verður nú spennandi að sjá, hvernig nýr ráð­herra tekur á þessu stór­fellda dýra­níðs- og hneykslis­máli, sem varpar skugga á okkur öll, víða um lönd, þessa dagana.