Fyrir skömmu var sam­þykkt á Al­þingi beiðni mín um að dóms­mála­ráð­herra skilaði skýrslu um upp­gang skipu­lagðra glæpa­hópa á Ís­landi og við­brögð við þeim. Þar verði gerð grein fyrir þeim að­gerðum sem hefur verið ráðist í og til stendur að ráðast í til að vinna gegn upp­gangi skipu­lagðrar glæpa­starf­semi eftir í­trekaðar á­bendingar í skýrslum greiningar­deildar ríkis­lög­reglu­stjóra. Ærið til­efni er til að fá upp­lýst til hvaða úr­ræða hefur verið gripið í til­efni af við­vörunum greiningar­deildarinnar, svo al­var­legar hafa þær verið.

Einnig er nauð­syn­legt að í skýrslunni verði upp­lýst hvort lögð hafi verið á­hersla á að fjölga lög­reglu­mönnum sem rann­saka skipu­lagða glæpi og auka við rann­sóknar­heimildir. Hvort unnið hafi verið að því að efla frum­kvæðis­lög­gæslu við af­brota­varnir, m.a. með fjölgun al­mennra lög­reglu­manna sem henni sinna.

Mikil­vægt er að greint verði frá því hvort á­bendingum deildarinnar um rýmkuð rann­sóknar­úr­ræði lög­reglu hafi verið tekin til skoðunar og þá tekið mið af því sem tíðkast er­lendis.

Einnig þarf að upp­lýsa hvort aukin á­hersla hafi verið lögð á far­þega­lista­greiningar við landa­mæra­eftir­lit og hvort til standi að auð­velda brott­vísanir er­lendra aðila sem verða upp­vísir að af­brotum sem tengjast skipu­lagðri glæpa­starf­semi.

Þá þyrfti að koma fram hvort gripið hafi verið til að­gerða til að koma í veg fyrir að þeir sem leita al­þjóð­legrar verndar á Ís­landi kunni, sökum bágrar fé­lags­stöðu, að sæta mis­notkun og kúgunum af ýmsum toga svo sem man­sali og hvaða að­gerðir eru á­formaðar til að vinna gegn slíku.

Beiðni mín snýr loks að því hvort gripið hafi verið til að­gerða til að koma í veg fyrir að glæpa­sam­tök mis­noti opin­bera þjónustu­kerfið sem lið í skipu­lagðri starf­semi sinni. Þar er átt við bóta­kerfi, vinnu­miðlun, mót­töku­kerfi vegna flótta­fólks og um­sækj­enda um al­þjóð­lega vernd og ýmsa fé­lags­lega að­stoð sem stendur þeim til boða.

Hér ræðir um mis­bresti sem lög­reglan telur að berja þurfi í svo takist að af­stýra því að skipu­lögðum glæpa­hópum vaxi ás­megin hér á landi. Eftir líkani lög­gæslu­á­ætlunar um fjögur á­hættu­stig er það niður­staða greiningar­deildarinnar að skipu­lögð glæpa­starf­semi valdi „gífur­legri á­hættu“ en það er al­var­legasta stigið. Deildin telur skipu­lagða glæpa­starf­semi al­var­legustu ógn við sam­fé­lag og ein­stak­linga á Ís­landi að náttúru­ham­förum frá­töldum. Því er mikil­vægt að bregðast við.