Það er gleð­i­efn­i að ís­lenskt sam­fé­lag virð­ist vera að ná tök­um á Co­vid-19 far­aldr­in­um og hafa ból­u­setn­ing­ar geng­ið vel hér á land­i, en um 80% íbúa 16 ára og eldri eru full­ból­u­sett­ir og 8,7% hálf­ból­u­sett­ir. Jafn­framt dreg­ur úr at­vinn­u­leys­i en skráð at­vinn­u­leys­i mæld­ist sam­kvæmt bráð­a­birgð­a­töl­um 7,3% í júní en var 9,1% í maí. Þá bend­ir ný skýrsl­a Efna­hags- og fram­far­a­stofn­un­ar­inn­ar (OECD) um Ís­land til þess að vel hafi geng­ið í bar­átt­unn­i við far­ald­ur­inn og að við­snún­ing­ur sé fram­undan í efn­a­hags­líf­in­u. En fleir­u þarf að huga að því sál­fé­lags­leg­ar af­leið­ing­ar far­ald­urs­ins eiga enn eft­ir að koma fram og því er mik­il­vægt að tryggj­a í tíma við­eig­and­i stuðn­ing til þeirr­a sem þess þurf­a.

Tryggj­a þarf við­eig­and­i þjón­ust­u

Kvíð­i, streit­a, sam­skipt­a­vand­i og fé­lags­leg ein­angr­un er ein af af­leið­ing­um Co­vid-19 far­ald­urs­ins sem skap­að­ist vegn­a ó­viss­u og sam­kom­u­b­anns. Fé­lags­ráð­gjaf­ar sinn­a mik­il­væg­u hlut­verk­i til að tryggj­a lög­bundn­a þjón­ust­u. Í far­aldr­in­um leit­uð­u þeir leið­a til að tryggj­a að við­kvæm­ir hóp­ar fengj­u nauð­syn­leg­a þjón­ust­u, svo sem mat, fé­lags­skap og að­hlynn­ing­u. Þeg­ar Land­lækn­ir send­i út þau skil­a­boð að fólk ætti að hald­a sig heim­a til að fyr­ir­byggj­a smit þurft­i að leit­a leið­a til að tryggj­a þjón­ust­u fyr­ir heim­il­is­laus­a, fatl­að­a, aldr­að­a og aðra við­kvæm­a hópa. Einn­ig þurft­i að finn­a leið­ir til að rjúf­a fé­lags­leg­a ein­angr­un. Þeg­ar um er að ræða fé­lags­leg­an vand­a þá þarf að bregð­ast við sem fyrst áður en vand­inn þró­ast og verð­ur ill­við­ráð­an­leg­ur. Töl­ur sýna að til­kynn­ing­um til barn­a­vernd­ar­nefnd­a fjölg­að­i í far­aldr­in­um, heim­il­is­of­beld­i jókst, bið­list­ar eft­ir sér­fræð­i­þjón­ust­u skól­a lengd­ust og sama er að segj­a um bið eft­ir þjón­ust­u sjálf­stætt starf­and­i sér­fræð­ing­a.

Greiðsl­u­þátt­tak­a sjúkr­a­trygg­ing­a

Fé­lags­ráð­gjaf­a­fé­lag Ís­lands fagn­ar því á­form­um Reykj­a­vík­ur­borg­ar að efla sál­fræð­i- og tal­mein­a­þjón­ust­u í skól­um borg­ar­inn­ar eins og fram kem­ur í grein Þór­dís­ar Lóu Þór­halls­dótt­ur þann 2. júní sl. á visi.is. Fé­lag­ið fagn­ar einn­ig á­form­um borg­ar­inn­ar að fara í sam­starf við eink­a­rekn­ar stof­ur til að tryggj­a þjón­ust­u og vill í því sam­band­i vekj­a at­hygl­i á því að marg­ir fé­lags­ráð­gjaf­ar bjóð­a upp á þjón­ust­u á eink­a­rekn­um stof­um með við­töl­um við ein­stak­ling­a, pör og fjöl­skyld­ur sem þurf­a á marg­vís­legr­i að­stoð að hald­a. Það er mik­il­vægt að tryggj­a að­geng­i að við­eig­and­i þjón­ust­u fyr­ir alla ald­urs­hóp­a og því er brýnt að rík­ið geri samn­ing­a við fé­lags­ráð­gjaf­a um nið­ur­greiðsl­u á þjón­ust­u þeirr­a. Fé­lag­ið skor­ar á heil­brigð­is­ráð­herr­a og fjár­mál­a­ráð­herr­a að gríp­a inn í og tryggj­a fjár­magn í því skyn­i að sál­fræð­i­þjón­ust­a og önn­ur klín­ísk við­tals­með­ferð, með­al ann­ars fé­lags­ráð­gjaf­a, fall­i und­ir greiðsl­u­þátt­tök­u­kerf­i Sjúkr­a­trygg­ing­a, líkt og Al­þing­i sam­þykkt­i sam­hljóð­a fyr­ir rúmu ári síð­an.

Höf­und­ur er for­mað­ur Fé­lags­ráð­gjaf­a­fé­lags Ís­lands.