Sam­fé­lagið á Blöndu­ósi er í djúpri sorg eftir mikinn hörmungar­at­burð. Hugur minn sem og sam­úð, eins lands­manna allra, er hjá Blöndu­ósingum.

Eðli­lega er mikill frétta­flutningur er af þessum vof­veif­legu at­burðum. Nú, eins og fyrr þegar al­var­legir at­burðir verða er sam­hliða um­ræða um frétta­flutninginn sjálfan. Er hann of mikill, of á­gengur, ó­sann­gjarn eða eru fjöl­miðlar að rækja sitt hlut­verk eins og við, sem ekki erum í kjöl­sogi at­burðanna, ætlumst til?

Þetta er ekki ný um­ræða. Sjálf minnist ég þess þegar náin vin­kona fjöl­skyldunnar lést af slys­förum og eigin­maður hennar heyrði af málinu í kvöld­fréttum út­varps. Slysið var sannar­lega frétt­næmt en engu hefði breytt þó frétta­flutningur hefði beðið þess að náðst hefði í allra nánustu að­stand­endur. Stundum er einnig rætt um að fólk í á­falli sé ekki fært um að tjá sig og því eigi að gefa því grið. Það er gott við­mið, en fáum rennur sjálf­sagt úr minni á­hrifa­mikið við­tal, eða öllu heldur ein­tal, Ei­ríks Inga Jóhanns­sonar í Kast­ljósi 2012, ör­stuttu eftir sjó­slys undan Noregs­ströndum.

Hér takast á sjónar­mið. Sam­fé­lag í sárum og nánustu aðilar þarfnast til­tekinnar nálgunar en sam­fé­lagið allt utan þess hrings annarrar. Verk­efni fjöl­miðla er að vega þessar þarfir og koma frá sér eins góðum og ná­kvæmum upp­lýsingum um málið og hægt er, á sama tíma og at­burðunum og að­stand­endum er sýnd til­hlýði­leg að­gát og virðing.

Staða fólks í á­falli er afar mis­jöfn og það þarf sjálft að meta stöðu sína og við hin að taka til­lit í sam­ræmi við það mat.

Hið forn­kveðna sannast enn: Að­gát skal höfð í nær­veru sálar.