Fyr­ir ári síð­an keypt­i borg­in gam­alt hús­næð­i við Klepps­veg. Borg­ar­stjór­i sagð­i þá að hann „...mynd­i ekki til þess að borg­in hafi áður keypt hjálp­ar­tækj­a­versl­un. Hús­næð­i Adams og Evu er nú okk­ar!“. Til­gang­ur kaup­ann­a var að breyt­a hús­næð­in­u í leik­skól­a fyr­ir 120 börn. Hús­næð­ið var keypt fyr­ir 652 millj­ón­ir. Nú er kom­ið í ljós að kostn­að­ur­inn við að breyt­a hús­næð­in­u við Klepps­veg er tal­inn vera 989 millj­ón­ir. Millj­arð­ur krón­a.

Bragg­a­mál­ið var stjórn­laust við­halds­verk­efn­i. Foss­vogs­skól­i mátt­i þola van­rækt við­hald, meir­a en hálf­an millj­arð í við­gerð sem ekki dugð­i og þögg­un. Af þess­um mis­tök­um átti að læra. Því vakn­ar spurn­ing­in: Af hverj­u var far­ið í þess­i kaup án þess að end­an­leg kostn­að­ar­á­ætl­un lá fyr­ir um að gera hús­næð­ið upp?

Pan­ikk kost­ar

Svar­ið er pan­ikk. Á kosn­ing­a­fund­i fyr­ir þrem­ur árum lof­að­i Sam­fylk­ing­in leik­skól­a­pláss­um fyr­ir 12 mán­að­a börn. Um þess­ar mund­ir eru um sjö hundr­uð börn á bið­list­a. Nú er far­ið í að reyn­a að efna lof­orð­ið þeg­ar inn­an við ár er til kosn­ing­a. Hug­mynd­ir eru um bráð­a­birgð­a­lausn­ir; leik­skól­a í rút­um, leik­skól­a á hring­torg­i og svo þess­i kaup.

Það var í raun ekk­ert plan um efnd­ir þeg­ar leik­skól­a­pláss­um var lof­að fyr­ir síð­ust­u kosn­ing­ar. Þess í stað er hlaup­ið í að kaup­a hús­næð­i í nið­ur­níðsl­u með ærn­um til­kostn­að­i. Nýtt hús­næð­i hefð­i ekki að­eins ver­ið mikl­u ó­dýr­ar­a. Það hefð­i líka ver­ið betr­a og heil­næm­ar­a.

Kaup­in á hús­næð­in­u þótt­u kannsk­i fynd­in þeg­ar borg­ar­stjór­i stærð­i sig af kaup­un­um á Twitt­er. Þau eru það ekki leng­ur. Þeg­ar illa er far­ið með skatt­fé er minn­a til ann­arr­a verk­a. Minn­a fé í ann­að skól­a­hús­næð­i. Minn­a fé í önn­ur leik­skól­a­pláss.

Á þess­u kjör­tím­a­bil­i hef­ur borg­in eytt um efni fram. Á þess­u ári eru tek­in lán fyr­ir öll­um fram­kvæmd­um. Það er því enn grát­legr­a þeg­ar þess­u láns­fé er sól­und­að.