Hvernig verðum við hreyfi­afl á fjár­mála­markaði? Fræðslu­nefnd FKA heldur funda­röð um konur og fjár­mál á næstu mánuðum. Til­gangur fundaraðarinnar er að glæða á­huga kvenna til að gerast öflugri þátt­tak­endur á fjár­mála­markaði og á at­vinnu­lífinu al­mennt.

Konur einn af hverjum þremur til fjórum fjár­festum á fjár­mála­markaði

Sam­kvæmt niður­stöðum kannana á þátt­töku kvenna á fjár­mála­markaði á undan­förnum árum hafa konur að­eins verið einn af hverjum þremur til fjórum fjár­festum á fjár­mála­markaði og endur­speglast þetta meðal annars í dræmu hlut­falli kvenna í stjórnunar­stöðum í at­vinnu­lífinu.

Hvernig verðum við hreyfi­afl á fjár­mála­markaði? er yfir­skriftin á fyrsta fundinum, mál­þingi sem verður á Icelandair Hótel Reykja­vík Natura í dag. Þar verður farið yfir grund­vallar­spurningar sem snúa að fjár­mála­markaðinum svo sem um fjár­festinga­um­hverfið á Ís­landi, fjallað um fyrir­liggjandi frum­varp til laga um skatta­af­slátt vegna hluta­bréfa­kaupa og kynntar niður­stöður nýrrar við­horfs­könnunar um fjár­festinga­hegðun kvenna og karla. Þá verður fjallað um hvernig við getum orðið öflugir fjár­festar og hvernig við getum hafa á­hrif á heiminn með fjár­festingum.

Mýtur varðandi konur og fjár­festingar

Undir­búningur er mikil­vægur áður en farið er af stað í fjár­festingar á markaði og kannanir hafa bent til þess að þörf sé á að efla fræðslu og ráð­gjöf á þessu sviði. Vekja þarf konur til að hafa á­huga á þeim tæki­færum sem felast í hluta­bréfa­markaðinum og fjár­festingum og oft hefur verið rætt um að í kvenna­hópum sé ekki að finna á­huga eða um­ræður um fjár­festingar. Kven­fjár­festar hafa verið minna sýni­legir og í raun eru fáar kven­fyrir­myndir á þessum vett­vangi.

Alls konar mýtur hafa verið í gangi varðandi konur og fjár­festingar, til fæmis að konur væru á­hættu­fælnar, að þær færðu á­byrgð yfir til karl­manna, aðrir tækju á­kvarðanir fyrir konur, þær væru vísar til að gera mis­tök og fleira. En er þetta endi­lega rétt? Þetta og fleira verður rætt á mál­þinginu í dag þann 17. septem­ber í sam­vinnu Fé­lags kvenna í at­vinnu­lífinu FKA og Ís­lands­banka.

Upp­selt er á mál­þingið en á­huga­sömum er bent á beint streymi frá við­burðinum á fka.is.

F.h. fræðslu­nefndar FKA