Fram­sókn, Sam­fylking, Píratar og Við­reisn hafa myndað nýjan meiri­hluta út frá miðjunni um breytingar í Reykja­vík. Ég er mjög þakk­látur kjós­endum fyrir traustið sem Fram­sókn var sýnt. Við buðum fram með hóf­sömum mál­flutningi, töluðum fyrir sam­vinnu og skýrum mál­efna­á­herslum meðal annars í hús­næðis­málum og mál­efnum barna og barna­fjöl­skyldna. Við gengum ó­bundin til kosninga og vorum ó­hrædd við að hrósa því sem vel hefur verið gert en bentum á leiðir til að bæta borgina.

Nýr meiri­hluti í Reykja­vík lítur svo á að borgin eigi að vera leiðandi í hús­næðis­upp­byggingu á höfuð­borgar­svæðinu og ætlar að hefja strax út­hlutun lóða á nýjum svæðum austar í borginni sam­hliða því að halda á­fram á­formum um þéttingu byggðar þar sem inn­viðir leyfa. Hús­næðis­mál eru vel­ferðar­mál og það sést sér­stak­lega núna þegar mikill skortur er á hús­næði.

Við höfum á­kveðið að hefja sér­stakt hús­næðis­á­tak til þess að hraða upp­byggingu í­búðar­hús­næðis. Ég myndi vilja að full­trúar minni­hlutans tækju þátt í því á­taki með þver­pólitísku sam­starfi.

Ég tel að það sé gott tæki­færi til að bæta vinnu­brögðin á þessu nýja kjör­tíma­bili. Nú hafa allir borgar­full­trúar nýtt um­boð til að láta gott af sér leiða og ég óska þess að borgar­full­trúar minni­hlutans jafnt sem meiri­hlutans nýti það tæki­færi. Við í Fram­sókn lítum svo á að það sé sam­vinnu­verk­efni að stjórna sveitar­fé­lagi.

Í dag stýri ég fyrsta fundi mínum sem for­maður borgar­ráðs. Á þeim fundi verða meðal annars á dag­skrá tvö mikil­væg mál, Þjóðar­höll og Sunda­braut. Annars vegar skipun í starfs­hóp um Þjóðar­höllina sem mun ýta því verk­efni hratt og örugg­lega úr vör. Hins vegar skipun full­trúa í verk­efnis­stjórn um Sunda­braut. Við viljum keyra þessi mál á­fram.

Kjós­endur Fram­sóknar náðu miklum árangri í þessum kosningum. Meiri­hlutinn féll og minni­hlutinn tapaði líka. Stefnunni hefur verið breytt og pólitísk for­ysta í ráð­húsinu breytist einnig á kjör­tíma­bilinu með fyrsta borgar­stjóra Fram­sóknar.

Ég nálgast ný verk­efni af auð­mýkt og metnaði. Borgin er orðin græn og fal­leg. Það er bjart fram undan.