Skoðun

Að skapa ósátt

Sjónarvottar að aðgerðum lögreglu gegn mótmælendum á Austurvelli síðast liðinn mánudag voru almennt hneykslaðir og miður sín vegna þeirra. Upptökur sýna að lögregla gekk þar alltof hart fram.

Mótmælin voru fámenn og friðsamleg eins og önnur sem hælisleitendur hafa staðið fyrir að undanförnu en viðbúnaður lögreglu var ansi mikill, eiginlega yfirþyrmandi, eins og yfirvofandi væri árás á þingið. Óneitanlega hvarflar að manni að hugmyndin sé sú að hér sé um að ræða hættulega hryðjuverkamenn, út af stöðu þeirra og uppruna, jafnvel trú, og þeim þurfi að sýna fyllstu hörku. Vissulega hefur lögreglan það hlutverk að verja þinghúsið, sé einhver ógn, en ekkert í framgöngu mótmælenda réttlætti hins vegar slíkt mat og spurningar hljóta að vakna um það hvort fordómar og fantasíur ráði för frekar en þekking, skynsemi – og virðing.

Nauðleitarmenn sem hingað koma eiga rétt á sanngjarnri málsmeðferð. Þeir eiga rétt á því að komið sé vel fram við þá. Þeir eiga rétt á því að mótmæla þyki þeim sem á sér sé brotið. Þeir eiga rétt á því að hlustað sé á þá og brugðist við réttmætum athugasemdum.

Það er alltaf betra að hlusta á fólk og tala við það en að þagga niður í því með ofstopa. Slíkt stuðlar að ósátt og ósátt vekur andúð. Það getur ekki verið hlutverk og keppikefli lögreglunnar að magna upp andúð aðkomumanna á íslensku samfélagi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bakþankar

Bjargráð í sorg
Jóna Hrönn Bolladóttir

Skoðun

Neyðar­bíla­stæði við bráða­mót­töku
Kolbrún Baldursdóttir

Skoðun

Látið ekki Sjálf­stæðis­flokkinn eyði­leggja kjara­við­ræðurnar
Ögmundur Jónasson

Auglýsing

Nýjast

Atvinnulífið leiði umhverfisvernd
Hanna Katrín Friðriksson

Kall tímans
Ólöf Skaftadóttir

​Grænni og vænni
Oddný G. Harðardóttir

Nýjustu tölur úr Reykjavík
Eyþór Arnalds

Skipulag um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir

Móttaka hælisleitenda í Reykjanesbæ
Kjartan Már Kjartansson

Auglýsing