Bakþankar

Á kór­æfingu

Það er eitthvað mikið að í Reykjavík. Mælingar sýna að traust almennings á borgarstjórn Reykjavíkur er í algeru lágmarki. Bankarnir njóta umtalsvert meira trausts heldur en borgarstjórn Reykjavíkur og er þá langt til jafnað. En hverju er um að kenna?

Samfylkingin og félagar benda á minnihlutann, þetta er látunum í þeim að kenna, segja þau. Það þarf ekki að koma á óvart, „Ekki benda á mig“ er orðið einhvers konar einkennislag Samfó.

Dagur B er hinn mikli meistari ábyrgðarleysisins. Frægt varð þegar nýráðinn borgarlögmaður skrifaði upp á það að hann bæri enga ábyrgð á því þegar frárennslismál borgarinnar hrundu og það hefur enn ekki komið upp það vandamál í rekstri borgarinnar sem Dagur B ber ábyrgð á. Þegar Dagur hættir í borgarmálunum gæti hann hæglega byrjað nýjan ferill sem alþjóðlegur ráðgjafi í ábyrgðarundanskoti, sjónvarpsþættir í anda The Apprentice gætu fylgt, hver veit.

Í seinni tíð hefur borgarstjórinn æ oftar skýlt sér bak við embættismenn. Það voru þeir sem báru ábyrgð á braggamálinu, þeir báru ábyrgð á frárennslisklúðrinu og þeir báru ábyrgð á vafasamri kosningasmölun í boði útsvarsgreiðenda svo einhver dæmi séu nefnd. Og þegar stjórnmálamenn neita að bera ábyrgð og benda á embættismennina þá er það ekki skrítið að gagnrýni beinist að embættismönnunum.

Allir viðurkenna nú að húsnæðisstefna meirihlutans hefur hækkað húsnæðisverð í Reykjavík og það er eitt af stóru vandamálunum þegar kemur að kjarasamningum. En að sjálfsögðu neitar Dagur að kannast við ábyrgð á afleiðingum þéttingarstefnunnar, „þetta kvöld var ég að æfa lögreglukórinn“. 

En ábyrgðin er skýr, hún er ekki embættismannanna, hún er Dags

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing