Skoðun

Að bæta hag neytenda

Síminn hefur um langa hríð, en án árangurs, falast eftir að kaupa beinan aðgang að ljósleiðaraneti Gagnaveitu Reykjavíkur (GR), eins og önnur sveitarfélaganet bjóða upp á. Ástæðan fyrir áhuga Símans er einföld. Samnýting grunninnviða er neytendum í hag. Ef fyrirtæki skarast með dýra innviði án þess að bæta nokkru við þjónustugetuna, verður kostnaðarmeira að fá allar fjárfestingarnar til baka. Neytendur borga fyrir, með fjarskiptagjöldum, útsvari eða orkugjöldum.

Áhugavert er að bera saman stöðu íbúa í nágrannasveitarfélögunum Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit. GR hefur grafið Akranesbæ með ljósheimtaugum heim í hús. Kaupstaðurinn á 5 prósent hlut í GR. Íbúar í Hvalfjarðarsveit eiga hins vegar ekkert í GR og komu sér upp eigin ljósleiðaraneti á sínum tíma.

Ólíkt GR veitir ljósleiðarafélag Hvalfjarðarsveitar öllum fjarskiptafyrirtækjum opinn aðgang. Fyrir vikið hafa íbúar í Hvalfjarðarsveit val, til dæmis um að kaupa áskrift að sjónvarpsþjónustu Símans um þessa innviði rétt eins og þeir geta keypt áskrift að sjónvarpsþjónustu Vodafone eða annarra. Íbúar á Akranesi geta hins vegar ekki keypt áskrift að sjónvarpsþjónustu Símans um eigið ljósleiðaranet. Það er ekki vegna þess að Síminn vilji ekki veita þjónustuna heldur vegna þess að GR neitar að bjóða opinn aðgang.

Það er umhugsunarefni af hverju GR kýs að haga sínum viðskiptum með þeim hætti að það þrengir val íbúa sem eiga hlut í fyrirtækinu.

Við Íslendingar þurfum ekki að finna upp hjólið. Stokkhólmsborg er til dæmis löngu búin að greiða úr því hvernig sveitarfélög eiga að haga sér taki þau þátt í uppbyggingu fjarskiptainnviða. Óvirkir grunninnviðir eru samnýttir en keppt í tækni og þjónustu.

Þannig býður gagnaflutningsfyrirtækið Stokab, sem Stokkhólmsborg á, mun lægra verð fyrir ljósheimtaugar en borgarkerfi sem loka fyrir óvirkan aðgang. Afstaða GR er hins vegar enn sú að selja eingöngu inn í sinn lokaða heim, með fyrirfram ákveðnum endabúnaði og miðlægri tækniþróun. 

Þetta er svipað og að Leifsstöð ætti allar flugvélarnar sem fá að lenda á Keflavíkurflugvelli, en ferðaskrifstofum byðist að selja sæti í vélum Leifsstöðvar.

Orri Hauksson
forstjóri Símans

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Skoðun

„Ég er nóg“
Óttar Guðmundsson

Skoðun

Þriggja metra skítaskán
Sif Sigmarsdóttir

Skoðun

Lýst er eftir leiðtoga
Kristín Þorsteinsdóttir

Auglýsing

Nýjast

Er um­ræðan um klukku­stillingu á villi­götum?
Gunnlaugur Björnsson

Nóg hvað?
Þórarinn Þórarinsson

Tilgang lífsins er að finna í þessum pistli
Þórlindur Kjartansson

Eina leiðin
Hörður Ægisson

Á skíði fyrir sumarbyrjun
Katrín Atladóttir

Fjölgun hjúkrunar­fræði­nema við HA
Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir

Auglýsing