Auglýsing
Auglýsing
Skoðun
Guðrún Hafsteinsdóttir
Þriðjudagur 7. júlí 2020
Kl. 07.43

Á­nægju­legt er til þess að vita að CO­VID-far­aldurinn hefur haft um­tals­vert minni á­hrif á líf­eyris­sjóða­kerfi lands­manna en óttast var. Eftir því sem næst verður komist er á­vöxtun eigna flestra sjóða vel við­unandi miðað við að­stæður það sem af er ári og örugg­lega betri en mörg okkar þorðu að vona þegar CO­VID-höggið mikla reið af með þeim af leiðingum að sam­fé­lags- og efna­hags­kerfi veraldar nötruðu. Nær­tækt er að rifja upp að líf­eyris­sjóða­kerfið okkar stóð af sér á­föll sem leiddu af banka­hruninu forðum og það mun standast sviptingar vegna veirufar­aldursins. Þetta eru mikil styrk­leika­merki og góð tíðindi fyrir lands­menn og þá sér­stak­lega sjóð­fé­lagana sem reiða sig á líf­eyris­sjóðina.

Líf­eyris­sjóða­kerfi lands­manna á­vaxtaði vel pund sitt á árinu 2019. Á­vöxtun eigna sam­tryggingar­deildanna var að jafnaði 11,6 prósent og munaði þar mest um gott gengi er­lendra fjár­festinga. Inn­lendar eignir skiluðu sömu­leiðis á­gætri á­vöxtun.

Þetta var eitt besta á­vöxtunar­ár í sögu líf­eyris­sjóðanna og engin teikn á lofti í upp­hafi árs um slakari af komu 2020, hvað þá heimskreppu. En svo vorum við ræki­lega minnt á að lífið er hverfult. Nýjar og skyndi­legar að­stæður kölluðu á að stjórnir og stjórn­endur líf­eyris­sjóða skipu­legðu varnar­bar­áttu til að verja eigur og réttindi sjóð­fé­laga og halda starf­seminni yfir­leitt gangandi, með skrif­stofur sjóðanna lokaðar og starfs­mennina vinnandi heima hjá sér! Öflugt fag­fólk líf­eyris­sjóðanna sýndi enn og aftur hvað í því býr, í þetta sinn við erfiðari að­stæður en fæstir gátu í­myndað sér fyrir fram að skapast gætu.

Veirufar­aldurinn geisar enn víða um heim. Hættan er því ekki liðin hjá á Ís­landi, langt í frá. Ljóst er að við verðum á­fram að gæta ýtrustu var­kárni í sam­skiptum manna á meðal og hafa í heiðri grunn­reglur um hrein­læti og sótt­varnir.

Erfitt er að hugsa til þess að nú séu tug­þúsundir manna án at­vinnu að hluta eða öllu leyti. Fjöldi fyrir­tækja glímir við mikinn og al­var­legan rekstrar­vanda. Líf­eyris­sjóðir og aðrar fjár­mála­stofnanir taka þátt í að­gerðum stjórn­valda til stuðnings fólki og fyrir­tækjum vegna sam­dráttar og tekju­falls. Það eru bráða­ráð­stafanir. Þegar til lengri tíma er litið skiptir lang­mestu máli að koma at­vinnu­lífinu í gang á öllum sviðum. Ræsa hjólin sem stöðvuðust en hlúa líka að nýjum sprotum. Á tímum sem þessum er nauð­syn­legt að horfa til fram­tíðar.

Stjórn­völd boða stór og mikil verk­efni í upp­byggingu inn­viða sam­fé­lagsins, annars vegar til að skapa fólki og fyrir­tækjum störf og tekjur en hins vegar til að bæta úr brýnni þörf á mörgum sviðum.

Við þurfum ný og betri at­vinnu- og þjónustu­mann­virki á sam­göngu­sviði, í orku­geiranum og ekki síst í starf­semi sem tengist úr­gangi, frá­veitum, vatns­veitum og fast­eignum af ýmsu tagi. Verk­efnin skortir ekki.

Ráð­herrar og fleiri tala um að sum verk­efnanna henti vel til að vinna í sam­vinnu hins opin­bera við til dæmis líf­eyris­sjóðina. Það má vel til sanns vegar færa. Á­stæða er til þess að stjórnir og stjórn­endur líf­eyris­sjóða í­hugi og kanni vand­lega hvort ekki geti farið saman að taka þátt í að fjár­magna ein­staka á­taks­verk­efni en auð­vitað á þeim for­sendum að þau skili sjóðunum við­unandi á­vöxtun. Hér er einkum horft til tæki­færa til inn­viða­upp­byggingar en sömu­leiðis til ný­sköpunar. Líf­eyris­sjóðir komi samt ekki að málum með því að slá af kröfum sínum og skil­yrðum til fjár­festinga yfir­leitt.

Er það hlut­verk líf­eyris­sjóða að koma að því að fjár­magna sam­fé­lagsinn­viði, kynni nú ein­hver að spyrja. Já, því ekki það? Við skulum rifja upp að líf­eyris­sjóðir héldu al­deilis ekki að sér höndum eftir banka­hrunið heldur höfðu frum­kvæði að því að mynda Fram­taks­sjóð Ís­lands í desember 2009 til að fjár­festa í ís­lensku at­vinnu­lífi og taka þátt í upp­byggingunni þá. Þessum sjóði var bein­línis ætlað að gegna hlut­verki sínu á nokkrum árum og síðan yrði hann lagður niður. Það gekk eftir. Veg­ferð Fram­taks­sjóðsins var árangurs­rík og merki­leg. Sú saga sýnir og sannar að vel og far­sæl­lega getur farið saman að á­vaxta eignir líf­eyris­sjóða og stuðla um leið að verð­mæta­sköpun í at­vinnu­lífinu með fjár­festingum.

Líf­eyris­sjóðir lands­manna skipta máli og hafa sýnt það í verki. Þeir eru ekki á hliðar­línunni heldur leik­endur á sjálfum vellinum, virkir bæði í sókn og vörn. Þannig á það líka að vera.

Auglýsing
Fastir pennar

Enn eitt höggið

Hörður Ægisson
Föstudagur 3. júlí 2020
Kl. 07.32

Tímabundin framleiðslustöðvun kísilvers PCC á Bakka, með tilheyrandi minni raforkukaupum, er enn eitt höggið sem Landsvirkjun verður fyrir á skömmum tíma. Áður hafði Landsvirkjun lækkað verð til stórnotenda um allt að 25 prósent vegna erfiðra markaðsaðstæðna. Þær verðlækkanir kosta fyrirtækið um 1,5 milljarða á þessu ári. Ekki síðra áhyggjuefni, eins og fjallað var um í Markaðinum í vikunni, er það hrun sem orðið hefur á raforkuverði í Evrópu. Nýjasti orkusamningur Landsvirkjunar við Norðurál, sem tók gildi í nóvember, er tengdur verðinu á Nord Pool-markaðinum en það hefur lækkað um meira en 90 prósent á síðustu sex mánuðum. Landsvirkjun, sem er með engar áhættuvarnir gegn verðsveiflum á Nord Pool, verður því fyrir umtalsverðu tekjufalli á árinu sem setur strik í reikninginn varðandi arðgreiðslur til ríkissjóðs.

Mikil vandræði, ásamt erfiðum aðstæðum á hrávörumörkuðum, hafa einkennt starfsemi PCC frá því að verksmiðjan var gangsett í maí 2018. Kísilverið náði nýlega samkomulagi um fjárhagslega endurskipulagningu við lánveitendur og hluthafa, sem eru meðal annars lífeyrissjóðir og Íslandsbanki, til að bæta bágborna lausafjárstöðu þess. Frá þeim tíma hefur hún versnað frekar. Lífeyrissjóðirnir og bankinn eiga mikilla hagsmuna að gæta en fjárfesting þeirra í verksmiðjunni, í formi hlutafjár og breytanlegs skuldabréfs, nemur yfir 10 milljörðum. Vegna mikillar óvissu um starfsemi kísilversins hafa íslensku fjárfestarnir fært niður virði hlutafjár síns í PCC nánast að fullu, eða fyrir um tvo milljarða. Horfur á kísilmálmmarkaði eru ekki góðar en matsfyrirtækið Fitch telur að verðið muni lækka enn á þessu ári – það lækkaði um 20 prósent í fyrra – og að viðsnúningur verði í fyrsta lagi á næsta ári og batinn verði þá hægur og viðkvæmur.

Erfið staða á ál- og kísilmarkaði ásamt lækkandi raforkuverði í Evrópu þrengir að Landsvirkjun.

Landsvirkjun réðst í stefnumótun fyrir um áratug með það að markmiði að reyna að skjóta breiðari stoðum undir tekjugrunn félagsins og auka arðsemi af raforkusölu. Niðurstaðan var að veðja einkum á uppbyggingu kísilversiðnaðar og gagnavera. Tvö kísilver voru að lokum reist – önnur voru að auki á teikniborðinu – og tóku til starfa 2016 og 2018 en síðar í þessum mánuði verða hvorug þeirra í rekstri. Óþarfi er að fjölyrða um sögu United Silicon í Helguvík – hún einkennist af fúski og svindli – sem hefur kostað Arion banka og lífeyrissjóði gríðarlegar fjárhæðir. Raunveruleg hætta er á því að kísilverið á Bakka muni hljóta sömu örlög, þó að ástæðurnar verði aðrar. Uppbygging gagnaversiðnaðar hefur heppnast betur en þar er einnig tekið að halla undan fæti, meðal annars vegna þverrandi samkeppnishæfni Íslands, sem sýndi sig í ákvörðun Advania um að ráðast í stórfellda uppbyggingu nýs gagnavers í Svíþjóð fremur en hér á landi. Sú þróun er áhyggjuefni.

Erfið staða á ál- og kísilmarkaði ásamt lækkandi raforkuverði í Evrópu þrengir að Landsvirkjun. Samningsstaða þess gagnvart Rio Tinto, eiganda álversins í Straumsvík, hefur því miður veikst en álrisinn, einn mikilvægasti og verðmætasti viðskiptavinur Landsvirkjunar, hótar að draga frekar úr framleiðslu sinni og mögulega skella í lás. Sennilegt er að Landsvirkjun verði nauðugur sá einn kostur að samþykkja tímabundna lækkun á orkuverðinu til Rio Tinto þangað til álverð á heimsmarkaði tekur að hækka á ný – sem enginn veit hvenær gerist. Stjórnendur Landsvirkjunar eru ekki í öfundsverðri stöðu í þeim breytta veruleika orkumála sem við stöndum nú frammi fyrir.

Auglýsing
Auglýsing Loka (X)