Skoðun

Harm­sagan

Björn Þorláksson
Föstudagur 24. febrúar 2023
Kl. 05.00

Frétta­blaðið greindi í gær frá miklum harmi í röðum starfs­fólks, eftir þrjú dauðs­föll í sund­laugum síðustu þrjá mánuði.

Fyrir rúmum ára­tug varð mikil um­ræða um öryggi í sund­laugum eftir að barn lést vegna drukknunar í inni­laug. Nokkru fyrr um­byltist þjóðar­hjartað af sárs­auka þegar drengur drukknaði eftir skóla­sund.

Við sem munum tímana tvenna vitum að það hefur oft verið hættu­legt að vera til. Ekki síst þegar á að vera gaman.

Rann­sókn sem gerð var árið 1994 á drukknunar­tíðni, sýndi fram á að ára­tuginn á undan höfðu 13 ís­lensk börn drukknað og þrjú hlotið varan­legan heila­skaða. Þorri slysanna varð í leik, næstum helmingur á opin­berum sund­stöðum. Þegar ég sagði yngri sam­starfs­mönnum mínum á Frétta­blaðinu frá þessari töl­fræði í gær, greip fólk andann á lofti.

Í kjöl­far bana­slysanna verða nú nýjar mynda­vélar settar upp við alla vaktturna í sund­laugum í Reykja­vík. Sú ráð­stöfun verður á kostnað per­sónu­frelsis. Því frelsi og á­byrgð takast oft á.

Í sveitinni þar sem ég ólst upp sem barn var aldrei róið til fiskjar í björgunar­vesti. Ekki vegna þess að vesti væru ekki til, heldur var fyrst og fremst um kúltúr að ræða, vestin þóttu heftandi.

Og þegar löggan stoppaði frænda minn akandi á þjóð­veginum árið 1975 og spurði um öku­skír­teini, svaraði frændinn: „Það er ekkert með öku­skír­teini að gera upp til sveita!“

Við erum frum­byggjar sem höfum vanist að fara okkar fram. Við höfum kosið per­sónu­frelsi að því marki sem hefur rúmast innan sam­fé­lagsins, fremur en höft, boð og bönn. Við höfum vanist að taka á­hættu, enda fátt um lífs­bjargir án á­hættu. Nægir sem rök í því sam­hengi að nefna ferða­lög í brjáluðu veðri og sjó­sókn til forna.

Nú leggur hin harð­dug­lega þjóð okkar allt kapp á að upp­ræta bana­slys. Jafn­vel þótt það kosti okkur svo­lítið frelsi. Það er önnur til­finning að sigla á bát og leggja net í blíð­viðri í léttum sumar­klæðnaði en öryggis­fatnaði frá a-ö. En við látum okkur hafa það. Vegna þess að við höfum skyldur við annað fólk.

Ég er samt enn fullur að­dáunar yfir frænda mínum sem fannst löggan svo vit­laus þegar spurt var um öku­skír­teini að það vældi í dekkjunum undir brúnum land­rovernum þegar hann ók aftur af stað og skildi laganna verði eftir tóm­henta. En ég veit líka að ég þarf að til­einka mér nýja hugsun og láta glanna­skapinn lönd og leið.

Skoðun

EES-réttur – á­fram EES

Við hjá Sendi­nefnd Evrópu­sam­bandsins á Ís­landi erum stolt af því að hafa stutt við bakið á teymi laga­nema Há­skólans í Reykja­vík í Mál­flutnings­keppni EES (en. EEA Law Moot Court) sem átti sér stað í Bergen um helgina. Mál­flutnings­keppnin er ár­legur við­burður þar sem nem­endur frá EES EFTA-ríkjum og aðildar­ríkjum ESB gefst tæki­færi til þess að koma fram sem tals­menn ó­líkra aðila í skálduðu EES-réttar­máli. Mark­mið keppninnar er að endur­skapa, eins náið og hægt er, um­ræðu og rök­semda­færslu raun­veru­legs mál­flutnings fyrir EFTA-dóm­stólnum.

Teymið frá Há­skólanum í Reykja­vík saman­stóð af fjórum efni­legum laga­nemum; ís­lenskum nemanda og þremur nem­endum frá aðildar­ríkjum ESB í skipti­námi við Há­skólann í Reykja­vík. Þess má geta að þetta er í fyrsta skiptið sem há­skólar utan EES EFTA-ríkjanna geta einnig tekið þátt í keppninni. Sendi­nefndin á­kvað að styrkja ferð þessa teymis til Noregs þar sem við teljum við­burði sem þessa geta skipt sköpum fyrir fram­tíðar­sam­starf milli ESB og EES EFTA-ríkjanna, en með þátt­töku í þessari keppni mun hópur ungra lög­fræðinga, á Ís­landi sem og á megin­landinu, fara út á vinnu­markaðinn með ríkari skilning á EES-sam­starfinu og EES-rétti.

Við erum stolt af teymi Há­skólans í Reykja­vík með flotta frammi­stöðu þess í keppninni í ár. Þrjá­tíu og átta laga­nem­endur tóku þátt í keppninni ár og við vonum að fjöldi kepp­enda eigi bara eftir að aukast með árunum. Á­fram EES!

Á með­fylgjandi mynd eru frá vinstri: Noan Renault, Léopolt Buscemi, Anastasia Bar­di­au, Lucie Samcová-Hall Allen sendi­herra og Árni Snær Fjalars­son.

Vikan
Auglýsing Loka (X)