Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sem endurheimti oddvitasæti Viðreisnar í Reykjavík í prófkjöri flokksins um helgina segir flokk sinn ganga óbundinn til borgarstjórnarkosninganna í vor.

Þetta kom fram á Fréttavaktinni á Hringbraut í gærkvöld, en þar tiltók Þórdís Lóa það sérstaklega að hún hefði átt gott samstarf við minnihlutann í Sjálfstæðisflokknum á kjörtímabilinu sem er að ljúka.

Samvinnan í núverandi meirihluta hafi gengið vel, en Viðreisn geti allt eins hugsað sér að starfa með Sjálfstæðisflokknum á næsta kjörtímabili, þar muni málefni ráða för. Þórdís Lóa segir ekki hægt að segja á þessum tímapunkti hvort

samstarfið sé líklegra eftir kosningar. „Það hefur gengið mjög vel að vinna með meirihlutanum og það er búinn að vera stórkostlegur tími í borginni, það hefur líka gengið vel að vinna með Sjálfstæðisflokknum,“ sagði hún. „Við getum

unnið í báðar áttir.“