Kvikmyndin Berdreymi hefur verið valin sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna árið 2023.

Myndin var valin af dómnefnd sem skipuð var fulltrúum allra fagfélaga auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Í fréttatilkynningu frá Eddunni segir að valið hafi verið erfitt og að myndirnar sem komu til greina hafi þótt óvenju sterkar, en Berdreymi stóð upp úr.

„Hér er á ferðinni áleitin saga sem sett er fram af látleysi og yfirvegun og leyfir sér að ganga nálægt áhorfanda. Einstök frammistaða og hugrekki ungra leikara á sérstakt lof skilið fyrir stóran þátt sinn í áhrifamætti verksins,“ segir í rökstuðningi dómnefndarinnar.