Erlent

Zucker­berg fær hvatningu frá stofnanda netsins

Tim Berners-Lee leggur Mark Zuckerberg línurnar í kjölfar Cambridge Analytica gagnalekans.

Tim Berners-Lee hefur tjáð sig um Cambridge Analytica skandalinn. Fréttablaðið/Getty

Tim Berners-Lee, einn af stofnendum Internetsins, segir að Mark Zuckerberg geti ennþá bætt upp mistökin sem urðu til þess að greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica nýtti sér persónuupplýsingar hátt í fimmtíu milljón notenda Facebook.

Hann segir líklegt að Zuckerberg sé miður sín yfir gagnalekanum og því hvernig Facebook var notað í annarlegum tilgangi. Segist hann oft finna fyrir því sjálfur þegar kemur að hans eigin uppfinningu. 

Sagðist hann vilja gefa Zuckerberg, sem stofnaði Facebook árið 2004, orð í eyra:

 „Þú getur lagað þetta. Það verður ekki auðvelt, en ef fyrirtæki taka sig saman og vinna með ríkisstjórnum, aðgerðasinnum, fræðimönnum og netnotendum, þá getum við skapað öruggan vettvang sem þjóna mun mannkyninu,“ skrifaði Berners-Lee meðal annars, í röð færslna á Twitter í gærkvöldi.

Einnig hvetur hann netnotendur til þess að sýna ábyrgð.

 „Takið þátt. Látið persónuupplýsingar ykkur varða. Þær eru ykkar. Ef við verjum öll andartaki í að halda uppi vörnum fyrir Internetinu, þá verður allt í lagi.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Banka­stjórinn biður Malasíu­búa af­sökunar

Erlent

Minni eignir í stýringu BlackRock

Erlent

Verðbólga ekki lægri í Bretlandi í tvö ár

Auglýsing

Nýjast

Ummælin: Guðbrandur um klofninginn

Sig­ríður ráðin fram­kvæmda­stjóri Lyfju

Vilhelm Már ráðinn forstjóri Eimskips

Björg­ólfur Thor fjár­festir í bresku tækni­fyrir­tæki

Hækka verð­mat sitt á Skeljungi lítil­lega

Hall­dór Brynjar í eig­enda­hóp LOGOS

Auglýsing