Al­ríkis­við­skipta­stofnun Banda­ríkjanna greindi frá því á mið­viku­daginn að Youtu­be, sem er í eigu Goog­le, hafi verið dæmt til að greiða 170 milljón dollara sekt fyrir að hafa safnað per­sónu­upp­lýsingum um börn. Reu­ters greinir frá því að með því að safna þessum upp­lýsingum hafi Youtu­be verið að brjóta al­ríkis­lög.

Sam­kvæmt lögunum frá 1998 er bannað að safna upp­lýsingum um börn undir þrettán ára aldri í Banda­ríkjunum. Árið 2013 var lögunum breytt til þess að banna einnig notkun vef­kaka til þess að fylgjast með venjum not­enda.

Formaður Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna, Joe Simon, á blaðamannafundi vegna málsins á miðvikudaginn.
Mynd/AFP

Notuðu vin­sældir meðal barna til að markaðs­setja sig

Youtu­be var gert að sök að hafa fylgst með á­horf­endum vin­sælra barnar­ása með vef­kökum og nota síðar þær vef­kökur til þess að beina aug­lýsingum til ungra á­horf­enda rásanna. Veitan er sögð hafa notað vin­sældir sínar meðal barna til þess að markaðs­setja sig til fyrir­tækja á borð við Mattel og Has­bro.

Youtu­be sagði í til­kynningu á mið­viku­daginn að á næstu fjórum mánuðum munu þeir hefjast handa við að með­höndla alla á­horf­enda barnar­ása sem börn. Þannig muni þeir minnka upp­lýsinga­söfnun um þann hóp og nota ekki aug­lýsingar, um­fram það sem þarf til að halda veitunni gangandi, á mynd­bönd ætluð börnum.