Vla­dimír Pútín, Rúss­lands­for­seti, segir að Rúss­land gæti rift samningum um gas­fram­leiðslu og flutning til Evrópu nema „ó­vin­veitt“ lönd fari að greiða fyrir gasið í rúss­neskum rúblum frá og með morgun­deginum. Guar­dian greinir frá.

Pútín greindi frá þessu í sjón­varps­á­varpi til rúss­nesku þjóðarinnar í dag. G7 ríkin, Banda­ríkin, Bret­land, Frakk­land, Þýska­land, Ítalía, Japan og Kanada hafa þver­tekið fyrir að verða við kröfum Rússa.

„Til að kaupa rúss­neskt gas, þá verður að opna rúblu­banka­reikning,“ sagði Pútín í á­varpinu. „Það er með þessum banka­reikningum sem á að greiða fyrir gasið, frá og með 1. apríl. Ef greiðslurnar eru ekki inntar af hendi, þá lítum við svo á að greiðandinn hafi ekki mætt skuld­bindingum sínum.“

Yfir­lýsingar Pútíns hafa þegar orðið þess valdandi að Þýska­land og Austur­ríki hafa undir­búið sig undir að þurfa mögu­lega að skammta gas til lands­manna. Óttast er að Pútín muni láta þessar kröfur einnig snúa að olíu, korni, á­burði, kolum, metal og öðrum hrá­vörum sem Rússar flytja út.

Verð­gildi rúblunnar hefur hrunið undan­farnar vikur, eftir inn­rás Rússa í Úkraínu og refsi­að­gerðir annarra ríkja.