Yfir­völd í Kansas í Banda­ríkjunum munu greiða Icelandair ótilgreinda upphæð til að bæta þeim fyrir tap á áætlunarflugi félagsins til Kansas. Yfirvöld í Kansas telja það á­kveðin von­brigði að Icelandair hafi hætt á­ætlunar­flugi sínu til borgarinnar. Icelandair til­kynnti í síðustu viku að af­koma af flugi fé­lagsins til bæði Kansas og San Francisco hafi ekki staðið undir væntingum. Flugið var það eina sem flaug yfir alla leið yfir At­lants­hafið frá Kansas.

Frá því er greint í ítar­legri um­fjöllun miðilsins Kansas City Star að það hafi tekið borgar­yfir­völd um tvö ár að tryggja slíkt flug og því séu það von­brigði að Icelandair hafi á­kveðið að hætta.

Til að fá Icelandair til að fljúga til Kansas af­salaði flug­völlurinn sér um 172 þúsund dollara þóknun, sem sam­svarar um 21 einni milljón ís­lenskra króna og lagði alls 250 þúsund dollara, sem sam­svara um 31 milljón ís­lenskri króna, í sam­eigin­lega kynningar­her­ferð fyrir flug­leiðina.

Auk þess lofaðu borgar­yfir­völd að greiða Icelandair ó­til­greinda upp­hæð ef svo færi að Icelandair myndi tapa fjár­magni á flug­leiðinni. Það hefur nú gerst og er greint frá því í um­fjöllun Kansas City Star að yfir­völd ætli að heiðra það sam­komu­lag.

Um­fjöllun miðilsins er mjög ítar­leg, en þar segir að yfir­völd muni nú reyna að finna annað fé­lag sem geti sinnt flugi yfir At­lants­hafið. Þau telja ekki endi­lega að brott­hvarf Icelandair muni aftra öðrum fé­lögum frá því að vilja fljúga þangað og benda á að kyrr­setning MAX vélanna hafi haft sín á­hrif á á­kvörðun Icelandair, auk þess sem fé­lagið sé til­tölu­lega lítið.