Rannsókn bandaríska samkeppniseftirlitið (e. Federal Trade Commission) á Facebook snýr aðallega að hinum fjölmörgu yfirtökum sem samfélagsmiðillinn hefur ráðist í.

Wall Street Journal greinir frá og byggir fréttina á heimildarmönnum sem eru sagðir þekkja vel til málsins. Samkvæmt umfjöllun fjölmiðilsins rannsakar samkeppniseftirlitið hvort Facebook hafi notað yfirtökur til að koma í veg fyrir að mögulegir keppinautar gætu ógnað sterkri markaðsstöðu fyrirtækisins.

Facebook greindi í síðustu viku frá því að samkeppniseftirlitið hefði hafið rannsókn í júní sem næði til samfélagsmiðla, stafrænna auglýsinga og smáforrita. Í sömu viku hafði dóms­málaráðuneyti Banda­ríkj­anna til­kynnt að rann­sókn yrði haf­in á leiðandi net­fyr­ir­tækj­um og hvort þau hindruðu sam­keppni með ósann­gjörn­um hætti.

Facebook keypt nærri 90 fyrirtæki frá árinu 2003, þar á meðal samskiptaforritið WhatsApp og myndaforritið Instagram sem hafa styrkt markaðsstöðu Facebook til muna.