Rekstur Toys“R“US á Íslandi hefur verið yfirtekinn af erlendru leikfangakeðjunni KiDS Coolshop, sem mun á næstu vikum breyta merkjum Toys“R“US í sitt vörumerki. 

Greint er frá þessu á Facebook-síðu Toys“R“US. þar segir að samningar hafi verið kláraði 21. febrúar 2019 en Top-Toy, danskt móður­fé­lag leik­fanga­keðjunn­ar Toys ‘R’ Us á Íslandi var úr­sk­urðað gjaldþrota milli jóla og ný­árs. Hafa nýir eigendur tekið við öllum verslunum og starfsfólki. 

Þá kemur fram að næstu daga muni bætast við fjöldi nýrra tilboða og afslátta á nær allar vörur Toys“R“U og tekið verði við öllum Toys“R“US gjafabréfum þar til ný verslun KiDS Coolshop verður opnuð.