Alls hafa 25 fag­fjár­festar aukið við eignar­hlut sinn í Ís­lands­banka eftir fag­fjár­festa­út­boð á 22,5 prósent hlut ríkisins í bankanum, samkvæmt upplýsingum frá Bankasýslu ríkisins.

Við­komandi aðilar keyptu sam­tals 29,1% af út­boðinu sem sam­svarar 6,5% af heildar­hluta­fé bankans. Sam­tals eignar­hlutur þessara aðila sam­kvæmt hluta­skrá 11. apríl nemur 28,8% af heildar hluta­fé bankans.

Þá eru 87 fjár­festar með ó­breyttan eignar­hlut en um er að ræða aðila sem keyptu sam­tals 25,3% af út­boðinu sem sam­svarar 5,7% af heildar hluta­fé bankans. Sam­tals eignar­hlutur þessara aðila sam­kvæmt hluta­skrá 11. apríl nemur 10,1% af heildar hluta­fé bankans.

Yfir 30 fagfjárfestar selt að hluta

Af þeim 207 fjár­festum tóku þátt í út­boðinu hafa 34 minnkað eignar­hlut sinn að hluta en þeir aðilar keyptu sam­tals 23,3% af út­boðinu sem sam­svarar 5,2% af heildar­hluta­fé bankans. Sam­tals eignar­hlutur þessara aðila sam­kvæmt hluta­skrá 11. apríl nemur 4,1% af heildar hluta­fé bankans.

Kjarninn greindi frá því vikunni að alls höfðu 132 fjár­festar sem tóku þátt í út­boðinu selt sig niður að ein­hverju að öðru leyti og byggðist það á saman­burði á hlut­haf­alista Ís­lands­banka fyrir út­boðið og eins og hann leit út í síðustu viku.

Í svörum Banka­sýslunnar segir að alls eru 60 fag­fjár­festar sem birtast ekki lengur á listanum en það getur „ skýrst af því að við­komandi varslar hluti á safn­reikningi, fjár­magnar hluti hjá fjár­mála­stofnun, er eigna­stýringar­aðili eða vegna sölu við­komandi aðila. Þar sem nokkrar á­stæður geta verið fyrir því að fjár­festar birtist ekki á hlut­haf­alista er erfitt að full­yrða um ná­kvæman fjölda þeirra sem selt hafa eignar­hlut sinn að fullu.“. Við­komandi aðilar keyptu sam­tals 22,3% af út­boðinu sem sam­svarar 5,0% af heildar hluta­fé bankans.

Að mati Bankasýslunnar er réttast að skoða hluta­fjár­eign fjár­mála­stofnana í Ís­lands­banka í þessu samhengi en hlutur þeirra eykst þegar hluthafar setja hluti í stýringu en fyrir út boð áttu fjár­mála­stofnanir 0,3% í bankanum en heildar­hluta­fé þeirra var 4,1% þann 11. apríl.

Sú aukning sam­svarar um 75% af eignar­hlut þeirra fjár­festa sem keyptu í út­boðinu en birtast ekki á hlut­haf­alistanum. Fjöldi hlut­hafa Ís­lands­banka var 15.304 þann 11. apríl og hefur fjöldi hlut­hafa aukist um 125 frá út­boðs­degi.