Fjár­tækni­fyrir­tækið YAY flutti á dögunum skrif­stofur sínar í Grósku, hús hug­mynda og ný­sköpunar í Vatns­mýrinni. YAY er markaðs­torg fyr­ir ra­f­ræn gjafa­bréf frá fjölda fyr­ir­­tækja í gegn­um app sem nefn­ist YAY.

„Við erum afar á­nægð að vera flutt í Grósku í Vatns­mýrinni sem hýsir kraft­mikið sam­fé­lag sköpunar og frum­kvöðuls­starfs,“ segir Ari Steinars­son fram­kvæmda­stjóri YAY, og bætir við:

„Það er mikið í gangi hjá okkur og það skemmti­lega núna er að það hefur aukist tals­vert að fyrir­tæki eru að gleðja starfs­menn sína með skemmti­legum sumar­gjöfum.“

YAY hefur meðal annars séð um Ferða­gjöfina fyrir ís­lenska ríkið sem Ís­lendingar hafa nýtt sér vel á ferða­lögum innan­lands frá því síðast­liðið sumar og gengið framar vonum.

Sam­kvæmt til­kynningu hefur fyrir­tækið vaxið mjög á stuttum tíma og selur nú gjafa­bréf frá yfir 140 fyrir­tækjum. Master­card valdi ný­verið YAY, fyrst ís­lenskra fyrir­tækja, til að taka þátt í sér­stöku verk­efni sem heitir Master­card Light­hou­se.