Michele Roosevelt Edwards, eigandi nýja WOW air, boðar að flugfélagið taki til starfa innan fárra vikna. Hún segir að stefnan sé einföld: að það verði aftur skemmtilegt að fljúga. Þetta kemur fram á Linkedin-síðu hennar.

Upphaflega átti fyrsta flugvél WOW air að taka á loft frá Keflavíkurflugvelli í október en vinnan við endurreisnina hefur gengið hægar en vonast var til.

Gunnar Steinn Pálsson, talsmaður Ballarin, hefur sagt við Viðskiptablaðið að aðallega tvær ástæður séu fyrir því að endurreisn WOW hafi ekki gengið jafn hratt og stefnt var að. „Annars vegar sökum þess að það hefur reynst flóknara en gert var ráð fyrir og hins vegar hafa aðstæður á alþjóðlegum flugmarkaði gefið tilefni til að rýna þær frekar og skoða áætlanirnar.“

Skjáskot/Linkedin