Wow air segir í tilkynningu á Facebook síðu sinni að félagið sé að hefja starfsemi að nýju. Félagið mun byrja í fraktflutningum og verður með höfuðstöðvar í Mart­ins­burg í Vest­ur-Virg­in­íu í Banda­ríkj­un­um.

WOW carGO er stolt að tilkynna upphaf fraktflugs um allan heim. Félagið verður með höfuðstöðvar í Martinsburg."

Samkvæmt tilkynningunni er félagið með flugskýli til umráða, vörugeymslu og skrifstofur sem sjá um sendingar á heimsvísu.

Ekkert er minnst á farþegaflug í færslunni.