Innlent

WOW air gagnrýnir tillögur Þórdísar

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra flutti frumvarpið sem var samþykkt á síðasta ári og mun setja reglugerð tengda því.

WOW air gerir athugasemdir við drög að nýrri reglugerð sem gefur Ferðamálastofu „allt of matskennda heimild“ til að reikna út fjárhæð trygginga sem ferðaskrifstofur verða að útvega vegna pakkaferða.

Þetta kemur fram í umsögn flugfélagsins um drög atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að nýrri reglugerð sem byggir á lögum sem tóku gildi um áramótin.

Lögin geta orðið þess valdandi að þeim fyrirtækjum í ferðaþjónustu, sem þurfa að útvega tryggingar vegna pakkaferða, fjölgi um tugi eða hundruð á þessu ári. Fréttablaðið fjallaði ýtarlega um nýju lögin síðasta sumar.

Sjá einnig: Milljarðatryggingar á pakkaferðum

Samkvæmt drögunum er Ferðamálastofu falið að taka ákvörðun um fjárhæð tryggingarinnar. WOW air telur það ekki ásættanlegt.

„...veitir umrædd grein eins og hún er í núverandi mynd Ferðamálastofu frjálsar hendur við að meta fjárhæð tryggingarinnar,“ segir í umsögn flugfélagsins.

„Það eitt að umsagnaraðili geti ekki sjálfur gert sér grein fyrir því hvert hugsanlegt mat á fjárhæð tryggingarinnar verði með því að skoða regluna segir allt sem segja þarf; umrædd regla í núverandi mynd gefur Ferðamálastofu allt of matskennda heimild til að reikna fjárhæð tryggingarinnar.“

Reglan verði endurskrifuð

WOW air, á helmingshlut í ferðskrifstofunni Gaman Ferðum, leggur til að reglan verði endurskrifuð í heild sinni þannig að um raunverulega reiknireglu sé að ræða.

Heildarfjárhæð trygginga ferðskrifstofa nam síðasta sumar 4,3 milljörðum króna og voru alls 339 íslensk fyrirtæki með virk ferðaskrifstofuleyfi. Hjá stærstu ferðaskrifstofunum gat upphæðin numið mörg hundruð milljónum króna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Jón Diðrik fer úr stjórn Skeljungs

Innlent

Líf og sál til liðs við Siðferðisgáttina

Innlent

Sandra nýr verk­efna­stjóri Ís­lenska bygginga­vett­vangsins

Auglýsing

Nýjast

Horner dregur framboð sitt til baka

Tómas Már tekur sæti í stjórn Íslandsbanka

Loðdýrabú á Íslandi rekin með tapi frá 2014

Bjarni sest nýr í stjórn Símans

Hrönn fjórði stjórnandinn sem fer frá Sýn

Bjóða upp á fast leigu­verð í sjö ár

Auglýsing