Lág­gjalda­flug­fé­lagið Wizz Air hefur af­lýst öllu flugi til og frá Mol­dóvu frá og með 14. mars næst­komandi vegna spennunnar í sam­skiptum Rússa við yfir­völd í Mol­dóvu.

Mol­dóvar eru sagðir óttast það að Rússar muni mögu­lega ráðast inn í landið, en sjálfir hafa Rússar þver­tekið fyrir vanga­veltur þess efnis.

Guar­dian greinir frá því að for­svars­menn Wizz Air setji öryggi far­þega og starfs­fólks í fyrsta sæti. Segja for­svars­menn fé­lagsins að vaxandi spenna á svæðinu hafi gert það að verkum að þessi erfiða, en jafn­framt á­byrga, á­kvörðun var tekin.

Yfir­völd í Mol­dóvu eru sögð harma á­kvörðun flug­fé­lagsins, en að­eins eru liðnir 14 dagar síðan sumar­á­ætlun Wizz Air vegna flugs til og frá Mol­dóvu var lögð fram til sam­þykktar. Telja yfir­völd að engin hætta sé á ferðum og hægt verði að tryggja öryggi flug­far­þega í loft­helgi Mol­dóvu.