Mjólkur­sam­salan var til­neydd til að gera breytingar á hinu vin­sæla jóla­jógúrti frá fyrir­tækinu, að því er fram kemur í til­kynningu frá Sunnu Gunnars Mar­teins­dóttur, sam­skipta­stjóra fé­lagsins. Danskur fram­leiðandi hætti fram­leiðslu á lykil­hrá­efni.

Breytingarnar hafa reynst um­deildar eins og vefur Frétta­blaðsins hefur greint frá. Þannig sköpuðust heil­miklar um­ræður inni á Face­book hópnum Beautytips þar sem flestir lýstu yfir mikilli ó­á­nægju með breytingarnar. Sumir gengu svo langt að full­yrða að jólin væru ónýt.

Glöggir les­endur sjá að skrautið sem alla­jafna fylgir með er ó­líkt því sem áður var í hinu nýja jóla­jógúrti. „Við vorum því miður til­neydd að gera þessa breytingu,“ segir í til­kynningu Mjólkur­sam­sölunnar.

„Fram­leiðandi toppanna, sem er í Dan­mörku, til­kynnti okkur að þeir ætluðu ekki að halda á­fram fram­leiðslu á toppinum eins og hann var. Við fengum því nokkra nýja mögu­leika frá fram­leiðandanum sem við prófuðum á hóp af neyt­endum og þetta varð niður­staðan.“

Mynd/Skjáskot