Innlent

Vonbrigði með litla lækkun á tryggingagjaldi

Benda samtökin á að samkeppnisstaða innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum keppinautum hafi versnað umtalsvert á undanförnum árum

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Samtök iðnaðarins lýsa yfir vonbrigðum með að í fjárlagafrumvarpinu skuli ekki vera gert ráð fyrir meiri lækkun tryggingagjalds. 

Í tilkynningu frá samtökunum segir að reiknað sé með að gjaldið skili ríflega 100,8 milljörðum króna á næsta ári sem er tæplega 3,5 milljörðum krónum meira en á þessu ári. Tryggingagjaldið muni því þrátt fyrir boðaða 0,25 prósentustiga lækkun skila ríkissjóði meiri tekjum á næsta ári en á þessu ári.

„Hátt tryggingagjald kemur verst niður á fyrirtækjum þar sem laun og launatengd gjöld eru stór hluti kostnaðar. Hátt tryggingagjald veikir því samkeppnishæfni þessara fyrirtækja mest,“ segir í tilkynningunni.

Benda samtökin á að  samkeppnisstaða innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum keppinautum hafi versnað umtalsvert á undanförnum árum vegna innlendra kostnaðarhækkana mælt í erlendri mynt. Þessi þróun sé nú sýnileg í minni verðmætasköpun útflutningsgreina og þeirra fyrirtækja á innlendum markaði sem helst keppa við erlend fyrirtæki.   

„Hækkun tryggingagjalds var hugsuð sem tímabundin aðgerð til að standa straum af skyndilegu atvinnuleysi sem skapaðist í því efnahagsáfalli. Nú þegar atvinnuleysið er lítið eiga þau rök sem notuð voru til að hækka gjaldið á sínum tíma ekki lengur við.“

Samkvæmt frumvarpinu mun tryggingagjaldið skila 14,4 prósentum af skatttekjum ríkissjóðs á næsta ári. Tryggingagjaldið var hækkað úr 5,34 prósentum í 8,65 prósent í kjölfar efnahagsáfallsins 2008.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Lúxus­í­búðir seljast hægt: Getum ekki lækkað meira

Innlent

WOW air óskar eftir greiðslu­fresti

Innlent

Vara við við­skiptum við eist­neskt fyrir­tæki

Auglýsing

Nýjast

Bill Gates vill hækka fjár­magns­tekju­skatt

Breskt flug­fé­lag fellir niður flug og lýsir yfir gjald­þroti

Heilbrigði verður að vera smá nautn

Hagnaður TM dróst saman um 78 prósent

Afkoma af fjárfestingum Sjóvár undir væntingum

Sakfelldir í Icelandair-innherjamáli

Auglýsing