Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir dóms­­mála­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­­son fjár­­mála- og efna­hags­ráð­herra voru í morgun gestir á opnum fundi efna­hags- og við­­skipta­­nefnd Al­þingis þar sem staða Ís­lands var rædd í kjöl­far þess að Ís­land var sett á gráan lista FATF í síðustu viku. FATF er al­­þjóð­­legur hópur ríkja um að­­gerðir gegn peninga­þvætti og fjár­­mögnun hryðju­­verka og stöðu Ís­lands. Á gráum lista eru einnig lönd eins og Sýr­land, Mongólía og Simba­b­ve.

Fram kom á fundinum að stjórn­völd vinni nú að því að upp­fylla þau til­mæli sem urðu til þess að við lentum á gráum lista og að þau vonist til þess að nefndin sjái sér fært að koma til Ís­lands til að endur­meta stöðu fyrir næsta fund nefndarinnar, sem er í febrúar. Yrði það mögu­legt gæti Ís­land óskað þess að vera tekið af listanum á fundinum. Annars eru fundir á­ætlaðir í júní og svo aftur um haustið.

Ás­laug Arna hóf fundinn með því að fara yfir stöðu mála, þau til­mæli sem eftir sitja og hvað hafi orðið til þess að Ís­land lenti á listanum. Hún fjallaði um út­tekt sem fram­kvæmd var árið 2006, hvernig brugðist var við henni og svo að lokum fjórðu út­tektina sem varð til þess að Ís­land lenti á listanum. Fram­kvæmd hennar hófst í árs­byrjun 2017 og lauk fjór­tán mánuðum síðar.

Ás­laug Arna sagði að taka yrði til greina að þrátt fyrir að Ís­land hafi verið sett á listann hafi verið unnið mikið þrek­virki hér undan­farna mánuði við að bregðast við til­mælum FATF og fór hratt yfir þær úr­bætur sem fram­kvæmdar hafa verið. Svo sem ný heildar­lög um peninga­þvætti, stöðu­gildum hefur verið fjölgað víða, fræðslu­fundir hafa verið haldnir, nýtt kerfi inn­leitt hjá lög­reglu, gefið út á­hættu­mat og á­hættu­miðað eftir­lit.

„Að mati ís­lenskra stjórn­valda eru allar þær út­bættur í skýru ferli,“ sagði Ás­laug Arna.

Ás­laug Arna tók fram að Ís­land and­mælti til­mælum um að það væri skortur á raun­veru­legum upp­lýsingum um raun­veru­lega eig­endur og sagði Fyrir­tækja­skrá vinna að því eins og stendur. Sem og til­mælum um kerfi lög­reglu til að taka á móti á­bendingum. Hún sagði að inn­leiðing væri hafin, hún tæki tíma og það væri búið að hraða henni eins og og hægt væri. Henni yrði lokið næsta vor.

Bjarni sagði engar ábendingar hafa borist um peningaþvætti hér á landi.
Fréttablaðið/Anton Brink

Telur að gripið hafi verið til fullnægjandi ráðstafana

Bjarni tók því næst til máls og sagði að honum finnist á­stæða til að vekja at­hygli á því að með hvaða hætti eftir­lits­starf­semi, sam­starf við FATF, fer fram. Vísar til þess hvernig ís­lensk stjórn­völd áttu í sam­skiptum frá apríl 2018 til að bregðast við og hvernig það kom á ó­vart undir lok þeirra vinnu að ein­stök at­riði væru enn á listanum. Eins og það sem snerti al­manna­heilla­fé­lög. Bjarni sagði það ekki hafa verið stóran hluta af því sam­tali sem sjtórn­völd áttu við FATF.

Bjarni sagði að það væri einn megin­mál­flutningur stjórn­valda eftir að aðal­á­kvörðun var tekin að gripið hefði verið til full­nægjandi ráð­stafana.

Hann fór yfir máls­með­ferðar­reglur FATF og hvernig þarf sam­stöðu innan ráð­gjafa­ráðs til að koma landi á gráan lista. En að það þurfi líka að vera sam­staða um að koma ríkjum af listanum. Hann var gagn­rýninn á þessar reglur og sagði að hann hafi fundið mikinn skilning hjá öðrum nor­rænum ráð­herrum á því hversu miklu ís­lensk stjórn­völd hafa á­orkað á skömmum tíma. Það hafi verið tekið eftir því.

Sú staða geti þó komið upp í ráðinu að þótt þau séu sam­mála af­stöðu Ís­lendinga þá sé ekki hægt að vinda ofan af niður­stöðunni út af verk­lags­reglum.

„Menn séu búnir að læsa sig inni í niður­stöðum og geta ekki tekið við gögnum og rökum sem að aug­ljós­lega geta haft efnis­lega mikla þýðingu,“ sagði Bjarni og bætti við að það væri mikil­vægt að átta sig á verk­lags­reglum ráðsins og hvernig þær hafi á­hrif á veru Ís­lands á listanum.

Mikil­vægt að menn átti sig á því að það gildi verk­lags­reglur sem geti haft á­hrif á

„Við erum fylli­lega skuld­bundin því að taka mark á þessum á­bendingum og gera úr­bætur á ís­lensku reglu­verki og eftir­lits­fram­kvæmd, eftir því sem hægt er, og teljum að niður­staðan sem kom frá ráð­gjafa­ráðinu var ó­vænt miðað við þá vinnu sem unnið hafði verið að,“ sagði Bjarni.

Hann sagði það ljóst að það væri skilningur hjá stórum hópi ríkja, en að það hafi ekki verið full sam­staða í ráðinu um að Ís­land ætti ekki að vera á listanum. Hann sagði trúnað ríkja hjá ráðinu hvaða ríki það væru sem hefðu krafist þess að Ís­land væri á­fram á listanum, þrátt fyrir vinnu og hvernig hefði verið brugðist við, og að sá trúnaður yrði virtur.

Hann sagði það verk ís­lenskra stjórn­valda að fara í þau verk­efni sem eru úti­standandi.

„Okkur sýnist að það sé allt í góðum far­vegi og við ættum að hafa sterka stöðu til að vera tekin af listanum viuð fyrsta tæki­færi,“ sagði Bjarni.

Stjórnvöld hafi unnið þrekvirki

Að því loknu höfðu nefndar­menn tæki­færi til að spyrja ráð­herrana og tók Þor­steinn Víg­lunds­son, úr Við­reisn, fyrstur til máls. Hann sagði veru Ís­lands á listanum mikinn á­lits­hnekk fyrir Ís­land og velti því fram hvernig stæði á því að Ís­land væri komið með fall­ein­kunn og á gráan lista að­eins tveimur árum eftir að við hefðum lokið síðustu um­ferð inn­leiðingu til­mæla frá FATF. Þá spurði hann einnig hvort stjórn­völd fylgdust með því hvaða af­leiðingar veran á listanum hefur fyrir ís­lenskt efna­hags­líf.

Ás­laug Arna svaraði því og sagði mikil­vægt, þegar horft er til þeirrar út­tektar sem lauk 2016, að taka til greina að á meðan henni stóð var Ís­land í höftum og þessi mál lík­lega ekki í for­gangi. Hún sagði að hjá FATF hefði ríkt skilningur á því .

„En eftir að við komumst úr þeim hefur verið unnið al­gert þrek­virki af ís­lenskum stjórn­völdum. Verður að horfa til þess,“ sagði Ás­laug Arna.

Bjarni svaraði að því loknu spurningu um á­hættu­greiningu.

„Menn segja að þetta sé á­lits­hnekkir. Ég skal ekki vefengja það. Það er ekki gott fyrir orð­spor okkar að lenda á slíkum lista og komast í fréttir fyrri það,“ sagði Bjarni.

Hann sagði samt erfitt að meta raun­veru­legar af­leiðingar og að það hefði verið hlut af sam­talinu við FATF. Það væri verið að skapa hér ó­vissu og það hefði verið farið yfir þá. Hann sagði meðal þess sem hafi verið rætt við slíka greiningu er hvort að grálistun gæti haft á­hrif á gengi krónunnar, lausa­fjár­stöðu banka, greiðslu­miðlun, er­lenda fjár­festingu inn í landið, hvort að láns­hæfis­mat myndi skaðast og gjald­eyris­markaðir yrðu fyrir á­hrifum.

„Allir þessir þættir voru kort­lagðir,“ sagði Bjarni og bætti því við að hér hafi sést „af­kap­lega lítil eða nokkur á­hrif“. Hann sagði að þegar önnur lönd eigi við­skipti við lönd sem hafi verið grálistuð þurfi oft að fara fram sér­stakt á­hættu­mat en þau hafi ekki upp­lýsingar um að það hafi raun­gerst hér.

„Menn segja að þetta sé á­lits­hnekkir. Ég skal ekki vefengja það. Það er ekki gott fyrir orð­spor okkar að lenda á slíkum lista og komast í fréttir fyrri það,“ sagði Bjarni.

„Hvort er meiri á­lits­hnekkir að vera á grálista FATF eða vera með raun­veru­legt vanda­mál peninga­þvættis“ sagði Bjarni í svari sínu og vísaði svo til tengsla Danske bank við úti­bú í Eist­landi þar sem upp komst um um­fangs­mikið peninga­þvætti.

Bjarni sagði að hér hafi aldrei komið fram á­bending um að það væri raun­veru­legt vanda­mál hér eða peninga­þvætti sé eitt­hvað sem ís­lenskt stjórn­völd þurfi að hafa raun­veru­legar á­hyggjur af. Hann sagði mjög mikil­vægt að hafa þetta í huga og að þau vonuðust til þess að ef hér væri raun­veru­legt vanda­mál vonuðust þau til þess að reglu­verkið sem þau vinni að því að setja saman hjálpi til við að greina það.

Fleiri nefndar­menn tóku þá til máls. Brynjar Níels­son vildi vita meira um fé­lags­skapinn í ráð­gjafa­ráðinu og Odd­ný Harðar­dóttir fjallaði um tengsl grálistunarinnar við skýrslu sem kom út árið 2016 og fjallaði um eignir Ís­lendinga í aflands­fé­lögum.

„Það er raun­veru­legt vanda­mál að við séum á þessu lista. Það er þannig og við megum ekki vera lengi á honum,“ sagði Odd­ný.

Álf­heiður Eymars­dóttir spurði hvers vegna þing­nefnd, og í raun þing­heimi, hafi ekki verið gert við­vart fyrr um á­stæður þess að hraða þurfti, til dæmis, frum­varpi varðandi al­manna­heilla­fé­lög. Það hefði auð­veldað máls­með­ferð.

Þá sagði hún einnig erfitt að full­yrða um að hér á landi sé ekki raun­veru­legt vanda­mál peninga­þvættis fyrr en Ís­land hefur verið tekið af listanum.

„Ég er ekki að full­yrða um það en við höfum ekki fengið á­bendingar um það í þessari vinnu,“ sagði Bjarni við því.

FATF fundi í febrúar, júní og um haustið

Ás­laug Arna benti á að endan­leg niður­staða hafi ekki legið fyrir fyrr en þann 24. Septem­ber og því hafi lítill tími gefist til að láta vita. Hún sagði ís­lensk stjórn­völd hafa mót­mælt til­mælum í byrjun septem­ber, en eftir hafi þrjú staðið.

Hún sagði að stjórn­völd vonuðust til þess að losna af listanum á fundum FATF á næsta ári. Þeir séu á­ætlaðir í febrúar, júní og um haustið.

Ás­laug Arna sagði að engar frekari laga­breytingar þyrfti, miðað við þau til­mæli sem nú sé unnið með en að það væri með þeim fyrir­vara að ekkert annað ó­vænt komi upp í greiningu.

„Það er erfitt að svara hve­nær við losnum af listanum,“ sagði Ás­laug Arna og í­trekaði að þau vonist til þess að mál Ís­lands verði tekið upp á fundum sem á­ætlaðir eru á næsta ári. Hún sagði það ekki einungis undir ís­lenskum stjórn­völdum komið hve­nær við förum af listanum, heldur sé það einnig undir nefndinni komið að á­kveða hvort þau komi fyrir fundinn og meti stöðuna hér. ís­lensk stjórn­völd muni gera allt sem í þeirra valdi stendur svo það verði að raun­veru­leika.

Markmið að koma í veg fyrir misnotkun á fjármálakerfi

Bjarni Bene­dikts­son fjallaði að því loknu um mark­mið hópsins, það sé að koma í veg fyrir að fjár­mála­kerfi sé mis­notað með því að koma illa fengnu fé í um­ferð. At­huga­semdir snúa því að því hvaða við­teknu venjur eru viður­kenndar eða hafa reynst vel til að upp­ræta slíkar til­raunir hér.

Bjarni sagði að það væri vita að hér væri stunduð ó­lög­leg starf­semi og að á enda reyndu menn að koma því fjár­magni aftur í um­ferð. En það væri ekki vitað um slík til­felli. Hann sagði það skipta miklu máli að engin mál hafi komið upp sem snerti ís­lensku bankana en að það væri vitað að hingað til lands væru flutt fíkni­efni og hér væri skipu­lögð brota­starf­semi.

„Þess vegna verð menn að hafa vökult auga,“ sagði Bjarni.

Hann fjallaði að því loknu um þau lönd sem eru á listanum og hvernig væri að bera Ís­land saman við þau.

„Maður þarf ekki að lesa þennan grálista lengi til að gera sér grein fyrir því að Ís­land á ekki heima á þessum lista,“ sagði Bjarni.

Hann sagði að stjórn­völd telji að þau séu með allar að­gerðir til­búnar svo hægt verði að fjar­lægja Ís­land af listanum við fyrsta tæki­færi.

Að lokum í­trekaði Bjarni mikil­vægi þess að ekki sé svo á­litið að Ís­land sé undir­sett er­lendu eftir­liti. Hann sagði FATF sam­starf margra ríkja og mikil­vægt væri fyrir Ís­land að vera virkur þát­takandi.

„Maður þarf ekki að lesa þennan grálista lengi til að gera sér grein fyrir því að Ís­land á ekki heima á þessum lista,“ sagði Bjarni.

„Við megum ekki líta svo á að við séum þol­endur niður­stöðu FATF. við eigum að líta svo að við séum þátt­tak­endur,“ sagði Bjarni.

Hann sagði að með til­mælunum væri verið að benda okkur á leiðir til að koma í veg fyrir tjón í okkar sam­fé­lagi, sem og annars staðar. Ís­land hafi ekki verið nægi­lega virkt í sam­starfinu og þannig hafi safnast „of mörg at­riði á tossa­listann“.

„Þetta verður mikill skóli fyrir allt stjórn­kerfið,“ sagði Bjarni og til­kynnti að hann og dóms­mála­ráð­herra, Ás­laug Arna, hafi rætt að koma skýrslu fyrir þingið á næstu vikum um að­draganda þess hvernig Ís­land lenti á listanum.