Spari­sjóðirnir munu ekki geta að­stoðað við­skipta­vini sína með er­lendar milli­færslur á næstunni og þurfa við­skipta­vinir því að gera við­eig­andi ráð­stafanir hjá öðru fjár­mála­fyrir­tæki. Að því er kemur fram í til­kynningu á vef Spari­sjóðsins getur sam­starfs­aðili spari­sjóðanna ekki veitt þjónustuna lengur vegna krafna frá er­lendum sam­starfs­aðilum.

„Spari­sjóðurinn hefur ekki verið beinn aðili að er­lendri greiðslu­miðlun og treyst á sam­starf inn­lendra aðila í þeim efnum. Er­lendir sam­starfs­aðilar ís­lensku bankanna hafa nú úti­lokað slíkt sam­starf vegna aukinna krafna í tengslum við reglur um varnir gegn peninga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka,“ segir í til­kynningunni en vonast er til að á­standið sé einungis tíma­bundið.

Taka gildi í desember

Eftir sjötta desember verður ekki hægt að milli­færa eða greiða til er­lendra aðila og eftir þrettánda desember verður ekki hægt að mót­taka greiðslur eða milli­færslur frá er­lendum aðilum. Þá verður heldur ekki hægt að milli­færa er­lendan gjald­miðil milli banka innan­lands.

Skerðingin hefur þó ekki á­hrif á aðra þjónustu spari­sjóðanna, til að mynda verður enn hægt að kaupa er­lendan gjald­eyri, stofna gjald­eyris­reikninga og fram­kvæma inn­lendar og er­lendar greiðslur með greiðslu­kortum.