Ný stjórn smásölurisans Festi verður kjörin á hluthafafundi félagsins sem átti að hefjast klukkan tíu. Fundurinn mun ekki hefjast á réttum tíma þar sem biðröð hefur myndast fyrir utan. Guðjón Karl Reynisson, stjórnarformaður Festi, segir að von sé á löngum fundi.

Guðjón Karl Reynisson, stjórnarformaður Festi, segir að von sé á löngum fundi.
Fréttablaðið/Valli

„Ég á von á því að þetta verði nokkuð langur fundur þar sem talningin verður trúlega tímafrek,“ segir Guðjón í samtali við Markaðinn.

Áður en fundurinn hófst.
Fréttablaðið/Valli

Fimm hluthafar hjá Festi sem fara með samtals 27,7 prósent hlut fóru fram á margfeldiskosningu. Með margfeldiskosningu gefst hluthöfum kostur á að skipta atkvæðamagni sínu í hverjum þeim hlutföllum sem þeir kjósa sjálfir á jafnmarga menn og kjósa skal eða færri. Hægt er til að mynda að leggja öll sín atkvæði á einn frambjóðanda.

Guðjón segir aðspurður hvort von sé á átökum að það eigi eftir að koma í ljós. „Aðalatriðið er að nú þurfum við að klára þetta og skapa frið um félagið.“

Frá fundinum.
Fréttablaðið/Valli