Starfsemi Volvo er komin aftur í samt lagt í Kína en hún lá tímabundið niðri vegna kórónaveirunnar. Verksmiðjur og bílasölur starfa nánast með sama hætti og fyrir veiruna, segir í frétt Financial Times.

Volvo lokaði nýverið verksmiðju sinni í Bandaríkjunum og var síðasti bílaframleiðandinn til að hætta framleiðslu í Evrópu í ljósi heimsfaraldursins.

Bílaframleiðendur hafa undanfarna viku upplýst um lokun allra stórra verksmiðja í Evrópu og meira en 100 stöðum í Norður og Suður Ameríku til að sporna við kórónaveirunni.

Horft er til að verksmiðja Volvo í Svíþjóð verði lokuð til 14. apríl en að verksmiðjan í Belgíu opni viku fyrr.