Erlent

Vogunarsjóður eykur hlutafé AC Milan

Elliott Management mun auka hlutafé ítalska knattspyrnufélagsins AC Milan um 50 milljónir evra, jafnvirði rúmlega sex milljarða króna.

Kínverski kaupsýslumaðurinn Li Yonghong keypti AC Milan fyrir um ári en stóð ekki í skilum með lán. GettyImages

Vogunarsjóðurinn Elliott Management mun auka hlutafé ítalska knattspyrnufélagsins AC Milan um 50 milljónir evra, jafnvirði rúmlega sex milljarða króna, en sjóðurinn tók nýverið yfir félagið eftir vanskil fyrrverandi eiganda. Þetta kemur fram í frétt Financial Times.

Kínverski kaupsýslumaðurinn Li Yonghong keypti AC Milan fyrir um ári af Silvo Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, en stóð ekki í skilum með 32 milljón evra lán, jafnvirði 4 milljarða króna, sem vogunarsjóðurinn hafði veitt.

Elliott Management er þekktara fyrir að vera minnihluta eigandi í fyrirtækjum og kalla eftir breytingum í rekstri þeirra en að hafa fullyfirráð yfir fyrirtækjum sem það fjárfestir í, eins og raunin er með AC Milan.

Paul Singer stofnaði Elliott Management árið 1977 sem stýrir um 35 milljörðum dollara.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Airbnb

ESB gefur Airbnb skýr fyrirmæli

Erlent

Rannsaka samstarf matvörurisa

Erlent

Hagvöxtur í Kína ekki minni í tvö ár

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Jóhann Gísli hættur hjá GAMMA

Innlent

Eigendur IKEA á Íslandi fengu 500 milljónir í arð

Dómsmál

Norðurturninn íhugar að áfrýja dómnum

Erlent

Sagði ríkis­stjórninni að búa sig undir erfiða tíma

Þýskaland

Afkoma Deutsche langt umfram væntingar

Erlent

Debenhams segist ekki glíma við lausafjárskort

Auglýsing