Erlent

Vogunarsjóður eykur hlutafé AC Milan

Elliott Management mun auka hlutafé ítalska knattspyrnufélagsins AC Milan um 50 milljónir evra, jafnvirði rúmlega sex milljarða króna.

Kínverski kaupsýslumaðurinn Li Yonghong keypti AC Milan fyrir um ári en stóð ekki í skilum með lán. GettyImages

Vogunarsjóðurinn Elliott Management mun auka hlutafé ítalska knattspyrnufélagsins AC Milan um 50 milljónir evra, jafnvirði rúmlega sex milljarða króna, en sjóðurinn tók nýverið yfir félagið eftir vanskil fyrrverandi eiganda. Þetta kemur fram í frétt Financial Times.

Kínverski kaupsýslumaðurinn Li Yonghong keypti AC Milan fyrir um ári af Silvo Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, en stóð ekki í skilum með 32 milljón evra lán, jafnvirði 4 milljarða króna, sem vogunarsjóðurinn hafði veitt.

Elliott Management er þekktara fyrir að vera minnihluta eigandi í fyrirtækjum og kalla eftir breytingum í rekstri þeirra en að hafa fullyfirráð yfir fyrirtækjum sem það fjárfestir í, eins og raunin er með AC Milan.

Paul Singer stofnaði Elliott Management árið 1977 sem stýrir um 35 milljörðum dollara.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Upp­ljóstrarinn beinir spjótum að Deutsche Bank

Erlent

Vandi Ítalíu krufinn

Erlent

Netflix: Barátta Hollywood við algrím

Auglýsing

Nýjast

Þriggja milljarða söluhagnaður Origo vegna Tempo

Hlutabréf í Eimskip og Kviku rjúka upp

Meniga semur við þriðja stærsta banka Suð­austur-Asíu

Sjóvá sendir frá sér afkomuviðvörun

Kaup­verðið á GAMMA 2,4 milljarðar króna

Samkaup boðar breytingar

Auglýsing