Erlent

Vogunarsjóður eykur hlutafé AC Milan

Elliott Management mun auka hlutafé ítalska knattspyrnufélagsins AC Milan um 50 milljónir evra, jafnvirði rúmlega sex milljarða króna.

Kínverski kaupsýslumaðurinn Li Yonghong keypti AC Milan fyrir um ári en stóð ekki í skilum með lán. GettyImages

Vogunarsjóðurinn Elliott Management mun auka hlutafé ítalska knattspyrnufélagsins AC Milan um 50 milljónir evra, jafnvirði rúmlega sex milljarða króna, en sjóðurinn tók nýverið yfir félagið eftir vanskil fyrrverandi eiganda. Þetta kemur fram í frétt Financial Times.

Kínverski kaupsýslumaðurinn Li Yonghong keypti AC Milan fyrir um ári af Silvo Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, en stóð ekki í skilum með 32 milljón evra lán, jafnvirði 4 milljarða króna, sem vogunarsjóðurinn hafði veitt.

Elliott Management er þekktara fyrir að vera minnihluta eigandi í fyrirtækjum og kalla eftir breytingum í rekstri þeirra en að hafa fullyfirráð yfir fyrirtækjum sem það fjárfestir í, eins og raunin er með AC Milan.

Paul Singer stofnaði Elliott Management árið 1977 sem stýrir um 35 milljörðum dollara.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Bill Gates vill hækka fjár­magns­tekju­skatt

Erlent

Breskt flug­fé­lag fellir niður flug og lýsir yfir gjald­þroti

Erlent

Deutsche Bank greiðir hæstu vextina

Auglýsing

Nýjast

Stjórn Klakka telur skil­yrði um rann­sókn ekki upp­fyllt

Ólögleg smálán valdi mestum vanda

Gefur Kviku sama frest til að hætta við kaup á GAMMA

Ármann: „Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera“

Tíu prósenta fækkun flugsæta í sumar

Taka 4 millj­arð­a úr Kvik­u láti þeir ekki af „grimmd­ar­­verk­um“

Auglýsing