Fjárfestingafélagið Vogabakki tapaði 2,2 milljónum evra, jafnvirði 331 milljón króna, árið 2020 samanborið við 4,1 milljónar evru hagnað, jafnvirði 608 milljóna króna, árið áður.

Vogabakki er í eigu Árna Haukssonar fjárfestis og hjónanna Hallbjörns Karlssonar fjárfestis og Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur frumkvöðuls.

Stjórn lagði til að greiddur yrði 2,3 milljóna evra arður til hluthafa, jafnvirði 341 milljón króna, að því er fram kemur í ársreikningi.

Eigið fé Vogabakka nam tæpum 22 milljónum evra, jafnvirði 3,2 milljarða króna og eiginfjárhlutfallið var 91 prósent við árslok.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir frumkvöðull.

Meirihluti eigna Vogabakka er erlendis, samkvæmt bókfærðu virði. Fjárfestingafélagið hefur dregið verulega úr stöðu sinni á skráðum erlendum hlutabréfum. Árið 2019 nam eignin 13,8 milljónum evra, jafnvirði tveggja milljarða króna, en við árslok 2020 nam staðan 2,8 milljónum, jafnvirði um 419 milljóna króna. Handbært fé jókst úr 4,3 milljónum evra í 12,4 milljónir evra, jafnvirði 1,7 milljarða króna. Óskráð erlend hlutabréf Vogabakka eru bókfærð á um 2,6 milljónir evra.

Óskráð innlend hlutabréf voru bókfærð á 3,9 milljónir evra, jafnvirði tæplega 600 milljóna. Vogabakki á 58 prósenta hlut í Múrbúðinni sem bókfærður var á 1,5 milljónir evra við árslok 2020. Félagið átti við árslok 2020 skráð hlutabréf á Íslandi fyrir innan við milljón krónur